Jordan Spieth og Bubba Watson efstir fyrir lokahringinn á Masters 12. apríl 2014 23:48 Jordan Spieth á 12. holu í dag. AP/Vísir Hinn tvítugi Jordan Spieth hefur heldur betur slegið í gegn á Mastersmótinu en fyrir lokahringinn deilir hann forystunni með Bubba Watson. Báðir kylfingar eru fimm höggum undir pari en Spieth hefur sýnt mikinn stöðugleika í leik sínum og leikið alla hringina í mótinu undir pari, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta Mastersmótið sem hann tekur þátt í á ferlinum. „Leikplanið mitt hefur alveg gengið upp,“ sagði Spieth í viðtali við fréttastofu Sky eftir hringinn í dag. „Að spila á Masters er draumur sem er nú þegar orðinn að veruleika, að vinna mótið er annar draumur út af fyrir sig, það yrði stórkostlegt.“ „Ég held að lykillinn að árangri hérna á Augusta sé að vera þolinmóður, völlurinn refsar og gefur til skiptis, maður verður bara að vera þolinmóður og passa að missa ekki móðinn þegar að slæmu höggunum er refsað.“ Bubba Watson spilaði frábært golf fyrstu tvo dagana og leiddi mótið eftir tvo hringi. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á þriðja hring en hann kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari og er því toppbaráttan galopin fyrir lokahringinn. Jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari eru Matt Kuchar og Jonas Blixt en á eftir þeim á þremur höggum undir pari koma Rickie Fowler og Miguel Angel Jimenez. Jimenez rétt skreið í gegn um niðurskurðinn í gær en fór á kostum í dag og lék á 66 höggum eða sex undir pari. Á morgun eru því ágætar líkur á að nýtt met verði sett þar sem Jordan Spieth gæti orðið yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að sigra á Mastersmótinu. Á hinn bóginn gæti Miguel Angel Jimenez orðið elsti kylfingur sögunnar til þess að bera sigur úr býtum á risamóti í golfi. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, spilaði sig úr toppbaráttunni í dag eftir hring upp á 76 högg en hann er samtals á einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn, jafn nokkrum öðrum kylfingum í 16. sæti. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn tvítugi Jordan Spieth hefur heldur betur slegið í gegn á Mastersmótinu en fyrir lokahringinn deilir hann forystunni með Bubba Watson. Báðir kylfingar eru fimm höggum undir pari en Spieth hefur sýnt mikinn stöðugleika í leik sínum og leikið alla hringina í mótinu undir pari, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta Mastersmótið sem hann tekur þátt í á ferlinum. „Leikplanið mitt hefur alveg gengið upp,“ sagði Spieth í viðtali við fréttastofu Sky eftir hringinn í dag. „Að spila á Masters er draumur sem er nú þegar orðinn að veruleika, að vinna mótið er annar draumur út af fyrir sig, það yrði stórkostlegt.“ „Ég held að lykillinn að árangri hérna á Augusta sé að vera þolinmóður, völlurinn refsar og gefur til skiptis, maður verður bara að vera þolinmóður og passa að missa ekki móðinn þegar að slæmu höggunum er refsað.“ Bubba Watson spilaði frábært golf fyrstu tvo dagana og leiddi mótið eftir tvo hringi. Honum tókst þó ekki að fylgja því eftir á þriðja hring en hann kom inn á 74 höggum, tveimur yfir pari og er því toppbaráttan galopin fyrir lokahringinn. Jafnir í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari eru Matt Kuchar og Jonas Blixt en á eftir þeim á þremur höggum undir pari koma Rickie Fowler og Miguel Angel Jimenez. Jimenez rétt skreið í gegn um niðurskurðinn í gær en fór á kostum í dag og lék á 66 höggum eða sex undir pari. Á morgun eru því ágætar líkur á að nýtt met verði sett þar sem Jordan Spieth gæti orðið yngsti kylfingurinn í sögunni til þess að sigra á Mastersmótinu. Á hinn bóginn gæti Miguel Angel Jimenez orðið elsti kylfingur sögunnar til þess að bera sigur úr býtum á risamóti í golfi. Sigurvegari síðasta árs, Adam Scott, spilaði sig úr toppbaráttunni í dag eftir hring upp á 76 högg en hann er samtals á einu höggi yfir pari fyrir lokahringinn, jafn nokkrum öðrum kylfingum í 16. sæti.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira