Opið Hús og Veiðikvöld hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2014 14:01 Flottur lax úr Langá Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði. Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði
Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði.
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Hull skotin á sama verði og í fyrra Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá Veiði