"Þetta er búið að vera rosalegt ævintýri“ Baldvin Þormóðsson skrifar 27. apríl 2014 23:24 Brynjar Dagur er virkilega hæfileikaríkur dansari. Vísir/Andri „Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Mér líður mjög vel,“ segir hinn ungi dansari, Brynjar Dagur Albertsson í viðtali við Vísi en hann vann sigur í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í kvöld. „Þetta er búið að vera svo geggjað ævintýri,“ segir sigurvegarinn. „Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt.“ Aðspurður hvað Brynjar Dagur ætli að gera við verðlaunaféð segist hann ætla að eyða einhverju í dansinn og eiga síðan eitthvað fyrir framtíðina. „Síðan kaupi ég mér bara eitthvað flott,“ segir Brynjar og hlær. Ungi dansarinn hefur þó fleiri áhugamál en hann er að sækja um í tölvu- og forritunarnám í Tækniskólanum. „Pabbi minn er forritari og mig hefur alltaf langað til þess að læra það líka.“ Brynjar segir að af dómurunum þá sé Bubbi Morthens í uppáhaldi. „Mér finnst hann bara svo skemmtilegur og algjör kóngur.“Jón Arnór er svakalegur á sviði.Vísir/AndriTöfraði sig inn í hjörtu Íslendinga Sá sem þurfti að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti var töframaðurinn Jón Arnór Pétursson, en hann náði að töfra sig inn í hjörtu margra Íslendinga á undanförnum vikum þrátt fyrir að hafa ekki hafnað í fyrsta sæti. Aðspurður segist Jón Arnór þó ekki láta ósigurinn á sig fá. „Mér líður bara vel,“ segir ungi töframaðurinn sem bætir því við að það muni ekkert stöðva hann í töfrabransanum. „Ég myndi aldrei hætta að töfra,“ segir Jón Arnór en áhugasamir geta bókað töframanninn í veislur eða uppákomur. „Það er bara hægt að hringja í pabba.“Þórunn Antonía er ánægð með niðurstöður kvöldsins.Vísir/AndriVissi ekkert við hverju átti að búastÞórunn Antonía Magnúsdóttir var ein dómara Ísland Got Talent en hún segir keppnina hafa verið frábæra lífsreynslu. „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég tók við þessu verkefni,“ segir söngkonan. „Þegar maður er sjálfur listamaður þá er svolítið skrítið að setja sig í þessa aðstöðu að dæma aðra,“ segir Þórunn sem bætir því við að það kom henni verulega á óvart hvað verkefnið var skemmtilegt, krefjandi og gefandi. Aðspurð hvað henni finnist um niðurstöður kvöldsins segist hún vera rosalega ánægð. „Ég hefði líka verið sátt við öll atriði úrslitakvöldsins að enda sem siguratriði,’’ segir Þórunn. ,,En með Brynjar Dag, það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi ótvíræða hæfileika, hann er ótrúlegur þessi strákur eins og hinir krakkarnir.“ Þórunn segist ekki vita hvernig dómaraskipanin verður í næstu seríu þáttarins en hún bætir því við að hún hefði klárlega áhuga á að taka að sér verkefnið aftur. Brynjar Dagur mætti í viðtal í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun og talaði um upplifun sína af keppninni. Hér má hlusta á viðtalið.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14 Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15 Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30 Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Skipti um jakkaföt á 70 sekúndum Auðunn Blöndal, kynnir Íslands got talent, hafði 70 sekúndur til að skipta um jakkaföt eftir opnunaratriði sitt. 27. apríl 2014 20:14
Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld. 27. apríl 2014 19:15
Þjóðin fær að ráða Úrslitin í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent ráðast í kvöld en það er alfarið í höndum áhorfenda hver sigrar keppnina í kvöld. Dómnefndin ætlar samt að mæta á staðinn og láta í sér heyra. 27. apríl 2014 19:30