Lagasetning leysir ekki deiluna Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. apríl 2014 21:25 Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall. Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall.
Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43
„Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39