Leita enn að nýjum oddvita Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. apríl 2014 21:08 Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls." Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls."
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira