Málssókn Tarantinos gegn Gawker vísað frá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2014 15:09 Tarantino segir aðeins sex manns hafa fengið afrit af handritinu. vísir/getty Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Málssókn kvikmyndaleikstjórans Quentins Tarantino gegn vefsíðunni Gawker var vísað frá dómi í gær þar sem ekki þótti sannað að um höfundarréttarbrot væri að ræða. Málið snýr að handriti vestrans The Hateful Eight sem lekið var á netið en Gawker skrifuðu frétt um lekann og vísuðu með tengli á handritið. Vefsíðan varð ekki við beiðni leikstjórans um að fjarlægja hlekkina og höfðaði hann því mál. Alríkisdómarinn John F. Walter gaf leikstjóranum frest til 1. maí til þess að laga kröfuna og höfða málið upp á nýtt. Tarantino sagði í samtali við vefsíðuna Deadline að aðeins sex manns hefðu fengið afrit af handritinu, þar á meðal leikararnir Bruce Dern, Michael Madsen og Tim Roth, en ekki er vitað hver lak því. Leikstjórinn vinnur nú að breytingum á handritinu og segir hann enn mögulegt að gera myndina, en áður hafði hann ákveðið að hætta við gerð hennar.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira