Golf

Matt Kuchar: Ég vissi að ég ætti þetta inni

Kuchar með bikarinn í gær.
Kuchar með bikarinn í gær. AP/Vísir
Matt Kuchar sigraði á sínu sjöunda móti á PGA mótaröðinni á ferlinum í gær eftir að hafa leikið best allra á RBC Heritage mótinu sem fram fór á Harbour town vellinum í Suður-Karólínufylki. Kuchar hefur verið í mjög góðu formi að undanförnu og hafði verið í baráttu um sigurinn á síðustu þremur mótum á PGA-mótaröðinni. Honum hafði þó ekki tekist að vinna mót á tímabilinu fyrir gæradaginn en hann endaði í fjórða sæti á Texas Open, öðru sæti á Houston Open og í fimmta sæti á Mastersmótinu áður en sigurinn kom loksins í hús í gær.

„Ég vissi alveg að ég ætti þetta inni,“ sagði hæstánægður Kuchar við fréttamenn eftir sigurinn í gær en hann lék lokahringinn á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. „Ég hef verið að spila svo gott golf að undanförnu að ég vissi að ég átti inni einn sterkan lokahring einhverstaðar, ég fann hann í dag og gæti ekki verið sáttari með afraksturinn. Þessi sigur sannar það að ef maður spilar nógu vel í nógu langan tíma þá er maður verðlaunaður að lokum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×