Laus leyfi í Ytri Rangá komin á vefinn Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2014 21:46 Mynd: KL Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því í dag er hægt að nálgast laus leyfi í Ytri Rangá inná www.veida.is en þar eru leyfi í hinar ýmsu ár í boði. Ytri Rangá hefur verið ein af bestu veiðiám landsins og mikill fjöldi veiðimanna veiðir þar á hverju ári. Áin er nokkuð auðveidd þótt vatnsmikil sé og sumir veiðistaðirnir halda geysilega miklu magni af laxi og ekki óalgengt að vanir menn séu að fá 10-15 laxa á einum veiðistað. Einn af bestu veiðistöðum Íslands, Rangárflúðir, liggur beint fyrir neðan veiðihúsið og þar liggur oft mikið af laxi en hann er misglaður í töku. Í fyrra var veiðin í þessum stað ekkert sérstök en heitasti staðurinn í fyrra var líklega Djúpós, í það minnsta framan af tímabili en síðan koma veiðistaðir eins og Tjarnarbreiða, 17 1/2, Klöpp, Neðra Horn og Ægissíðufoss sterkir inn. Það verður reglulega gaman að fylgjast með ánni á komandi sumri og miðað við sleppingar í fyrra og gæði seiðanna má alveg reikna með að áin gæti farið yfir 5000 laxa, kannski meira. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar. Það vandamál ætti að vera úr sögunni því í dag er hægt að nálgast laus leyfi í Ytri Rangá inná www.veida.is en þar eru leyfi í hinar ýmsu ár í boði. Ytri Rangá hefur verið ein af bestu veiðiám landsins og mikill fjöldi veiðimanna veiðir þar á hverju ári. Áin er nokkuð auðveidd þótt vatnsmikil sé og sumir veiðistaðirnir halda geysilega miklu magni af laxi og ekki óalgengt að vanir menn séu að fá 10-15 laxa á einum veiðistað. Einn af bestu veiðistöðum Íslands, Rangárflúðir, liggur beint fyrir neðan veiðihúsið og þar liggur oft mikið af laxi en hann er misglaður í töku. Í fyrra var veiðin í þessum stað ekkert sérstök en heitasti staðurinn í fyrra var líklega Djúpós, í það minnsta framan af tímabili en síðan koma veiðistaðir eins og Tjarnarbreiða, 17 1/2, Klöpp, Neðra Horn og Ægissíðufoss sterkir inn. Það verður reglulega gaman að fylgjast með ánni á komandi sumri og miðað við sleppingar í fyrra og gæði seiðanna má alveg reikna með að áin gæti farið yfir 5000 laxa, kannski meira.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði