Páll Valdimar klikkaði ekki - en það dugði ekki til
Ellý Ármanns skrifar
Páll Valdimar Guðmundsson var rosalegur með jó jó-ið í lokaþætti Ísland Got Talent sem sýndur var í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudaginn var. Þrátt fyrir glæsilegt atriði, sem sjá má í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði, fékk Páll ekki nægilega mörg atkvæði til að landa einu af þremur efstu sætunum.
Derhúfan spilaði stórt hlutverk í atriðinu hans. Þvílíkir taktar.Mynd/Andri Marinó
"Ég er bara svo ánægður að hafa kynnst öllum þessu krökkum, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt,“ segir Brynjar Dagur, sem bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent.