Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2014 15:00 Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Heppinn Hornfirðingur hreppti rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Heppinn Hornfirðingur hreppti rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30