Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 9. maí 2014 13:39 Flottar bleikjur úr Hlíðarvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af bestu silungsvötnum landsins og hefur verið eftirsótt af veiðimönnum í fjöldamörg ár. Veiðin í vatninu frá opnun hefur verið ágæt en dæmi eru um að veiðimenn séu með allt að 10 bleikjur eftir daginn. Fyrir nokkrum árum síðan var erfitt að komast að í vatninu nema bóka með góðum fyrirvara og eins vera í einhverju af þeim félögum sem eiga leyfi í vatnið. Það virðist vera aðeins rýmra um veiðimenn í dag og eitthvað af leyfum eru óseld sem opnar á möguleikann fyrir þá sem eiga eftir að prófa þetta skemmtilega vatn að ná sér í leyfi og kynnast Hlíðarvatni. Yfirlit yfir lausa daga má t.d. finna á www.veida.is og eins og sjá má á listanum eru dagar lausir á víð og dreif í sumar. Þeir sem veiða mikið í vatninu eru ekki alltaf sammála um hvaða tími sé bestur en frá miðjum maí út júní þykir að jafnaði góður tími. Bleikjan í vatninu þykir sérstaklega bragðgóð. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði
Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af bestu silungsvötnum landsins og hefur verið eftirsótt af veiðimönnum í fjöldamörg ár. Veiðin í vatninu frá opnun hefur verið ágæt en dæmi eru um að veiðimenn séu með allt að 10 bleikjur eftir daginn. Fyrir nokkrum árum síðan var erfitt að komast að í vatninu nema bóka með góðum fyrirvara og eins vera í einhverju af þeim félögum sem eiga leyfi í vatnið. Það virðist vera aðeins rýmra um veiðimenn í dag og eitthvað af leyfum eru óseld sem opnar á möguleikann fyrir þá sem eiga eftir að prófa þetta skemmtilega vatn að ná sér í leyfi og kynnast Hlíðarvatni. Yfirlit yfir lausa daga má t.d. finna á www.veida.is og eins og sjá má á listanum eru dagar lausir á víð og dreif í sumar. Þeir sem veiða mikið í vatninu eru ekki alltaf sammála um hvaða tími sé bestur en frá miðjum maí út júní þykir að jafnaði góður tími. Bleikjan í vatninu þykir sérstaklega bragðgóð.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði