Martin Kaymer setti vallarmet á fyrsta degi á Players 9. maí 2014 09:29 Martin Kaymer fór á kostum í gær. AP/Getty Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00. Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer fór á kostum á fyrsta hring Players meistaramótsins sem hófst í gær en þessi 29 ára kylfingur setti vallarmet á hinum sögufræga TPC Sawgrass velli. Kaymer lék á 63 höggum eða níu undir pari og leiðir mótið með tveimur höggum en Bandaríkjamaðurinn Russel Henley er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae kemur er í þriðja sæti á sex höggum undir pari en margir kylfingar eru jafnir í fjórða sæti á fimm undir, meðal annars Sergio Garcia, Lee Westwood, Jordan Spieth og Justin Rose. Masters meistarinn Bubba Watson hóf mótið líka vel og lék á 69 höggum eða þremur undir pari, einu betur en Rory McIlroy sem kom inn á 70 höggum eða tveimur undir. Aðstæður til þess að leika golf á TPC Sawgrass voru með besta móti í gær enda gott veður og völlurinn mjög mjúkur. Það voru þó nokkrir kylfingar sem fundu sig alls ekki og meðal þeirra var sigurvegari Wells Fargo mótsins um síðustu helgi, J.B. Holmes. Hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Phil Mickelson var lítið betri og lék á þremur yfir. Sýnt verður beint frá Players meistaramótinu á Golfstöðinni í kvöld og hefst útsending klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira