Samfylking og Frjálslyndi flokkurinn renna saman í nýjan lista Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 17:15 Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Gréta leiðir nýjan K-lista Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Nýtt framboð mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Skagafirði. Nýja framboðið býður fram undir merkjum K-lista og þá er líklegt að fjögur framboð verði í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins Skagafjarðar í komandi kosningum. Framboðin eru Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Græn og nýtt framboð K-lista. Feykir sagði frá því í gær hverjir skipuðu framboðslista K-listans. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010. Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa. Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóriSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóriHanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveisluIngvar Björn Ingimundarson, nemiGuðni Kristjánsson, ráðgjafiGuðný H Kjartansdóttir, verkakonaGísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandiÞorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúiJón G. Jóhannesson, sjómaðurSteinar Skarphéðinsson, vélstjóriHelgi Thorarensen, prófessorBenjamín Baldursson, nemiSigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóriÞorsteinn T. Broddason, verkefnastjóriGuðrún Helgadóttir , deildarstjóriLeifur Eiríksson, gæðastjóriPálmi Sighvatsson, bólstrariIngibjörg Hafstað, bóndi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland vestra Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira