Oddvitaáskorunin - Skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 10:35 Anna Sigríður á einum af sínum uppáhaldsstöðum, á leik hjá meistaraflokki kvenna í Aftureldingu. Áfram Afturelding! Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Anna Sigríður Guðnadóttir er fædd og uppalin í 101 Reykjavík. Hún er gift Gylfa Dýrmundssyni, rannsóknarlögreglumanni og eiga þau 4 börn, Guðna Kára, Ásdísi Birnu, Kristrúnu Höllu og Gunnar Loga. Fjölskyldan flutti í Mosfellsbæinn árið 1999. Anna Sigríður er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún og á bara eftir lokaritgerð í meistaranámi sínu í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á heilbrigðisvísindabókasafni Landspítalans. Anna Sigríður er eldheit Aftureldingarmanneskja og hefur sinnt ýmsu sjálfboðastarfi innan félagsins um árabil. Hún sat í aðalstjórn ungmennafélagsins frá 2009-2013. Hún hefur starfað innan Samfylkingarinnar um árabil og meðal annars verið fulltrúi flokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar í 8 ár. Helstu áherslur hennar í pólitík eru skilvirk og gegnsæ stjórnsýsla, öflugt skólastarf og velferð barna, ábyrgur rekstur og jafnréttismál. Í tómstundum vill Anna Sigríður lesa og lesa meira en eitt frekar nýtilkomið áhugamál hennar er kryddjurtaræktun sem tengist mjög áhuga hennar á matargerð. Svo er það náttúrulega fótboltinn, en fátt er skemmtilegra en að mæta á leiki Aftureldingar á fallegum sumardögum. Í ellinni ætlar Anna Sigríður að fá sér lopatrefil í Álafossbúðinni og lepja mikið latte á kaffihúsum í miðbæ Mosfellsbæjar. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég er stödd á björtum sumardegi , gróðurangan í loftinu og kyrrðin áþreifanleg. Hundar eða kettir? Kettir eða hundar. Hver er stærsta stundin í lífinu? Barnsfæðing. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautalund með dijon sinnepi og rósmarín. Hvernig bíl ekur þú? Ford Focus, veit ekki hvað hann er gamall. Besta minningin? Þegar ég kynntist manninum mínum. Hefur þú verið tekin af lögreglunni? Já fyrir að brjóta stöðvunarskyldu. Hverju sérðu mest eftir? Lífið er of stutt fyrir eftirsjá. Draumaferðalagið? Afríka. Hefur þú migið í saltan sjó? Óbeint, um borð í Herjólfi, telst það með? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið er uppfullt af smá skrýtnum atburðum. Hefur þú viðurkennt mistök? Já margoft og á eflaust eftir að gera það oft enn. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af börnunum mínum, frábærar manneskjur öll fjögur. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Samfylkingin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08 Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Halda áfram uppbyggingu Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálstæðisflokksins í Mosfellsbæ. 14. maí 2014 17:08
Oddvitaáskorunin - Lífið er pólitík Bjarki Bjarnason, sem leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 10:08