Handboltahetjan hlaut ekki brautargengi í Ísland Got Talent Kristjana Arnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 16:58 „Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 Ísland Got Talent Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
„Þetta var algjörlega magnað og stemningin ótrúleg. Við vorum að í alla nótt svo heilsan er rétt að vera góð núna,“ segir handboltakappinn Agnar Smári Jónsson sem tryggði ÍBV sigur á Haukamönnum í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hæfileikar Agnars Smára leynast víða en kappinn reyndi fyrir sér í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent fyrr í vetur. Hann hlaut þó ekki brautargengi hjá dómurunum. „Þetta var nú bara smá djók hjá mér. Ég var hvattur til þess að taka þátt í þessu og þegar ég fékk símtal um að ég hefði komist áfram úr forprufunum varð ég bara að mæta. Ég hefði verið afhausaður ef ég hefði skorast undan,“ segir Agnar, sem bauð upp á óperusöng í atriði sínu.Agnar Smári Jónsson fagnar með Theodóri Sigurbjörnssyni og bikarinn í baksýn.vísir/Stefán„Ég söng óperu í forprufunum en hugsaði með mér að fólk myndi halda að ég væri að reyna þvílíkt ef ég myndi ekki breyta atriðinu aðeins. Svo ég mixaði eitthvað tveimur dögum fyrir keppnina og þetta var útkoman.“ Allir dómararnir smelltu þó á rauða hnappinn – þó svo að Bubbi hefði tekið fram fyrir hendur Þórunnar sem virtist skemmta sér konunglega. „Þórunn hefði klárlega leyft mér að klára atriðið,“ segir Agnar, og bætir við að þeir Auðunn Blöndal og Jón Ragnar, sem sat í dómarasætinu, hefðu rifjað upp atriðið yfir handboltaleiknum í gær. „Jón sér eitthvað eftir því að hafa hent mér út,“ segir Agnar og hlær. En á að reyna aftur fyrir næstu þáttaröð Ísland Got Talent? „Það er aldrei að vita. Við sjáum til hvað gerist.“ Hann tekur þó vel í uppástungu blaðamanns um að henda liðsfélögunum í prufur. „Jú verð ég ekki að gera það? Nú er ég búinn að setja markið svo hátt.“#TeamAgnarSmari 13 mörk og húmor... Þvílík blanda...— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014 @jonjonssonmusic Afhverju buzzaðiru hann þà í Got talent???— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 15, 2014 @Auddib Stærstu mistök lífs míns #eftirsjá— Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) May 15, 2014
Ísland Got Talent Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira