Unnið er að því að opna veginn til Mjóafjarðar á Austfjörðum sem hefur verið lokaður í allan vetur.
Starfsmenn Vegagerðarinnar keppast nú við að ryðja veginn og enn er allt á kafi í snjó á svæðinu.
Búast má við að það náist að opna veginn í dag eða í síðasta lagi á morgun.
Líkt og víða á landinu er og hefur verið töluverður snjór. Það á við um Austurland líka svo sem sjá má af myndinni sem fylgir fréttinni.
Allt á kafi í snjó á Austfjörðum
Stefán Árni Pálsson skrifar
