Solange, Jay Z og Beyoncé fóru saman í lyftu á Standard-hótelinu þar sem ballið var haldið. Allt í einu byrjaði Solange að öskra á rapparann og síðan réðst hún að honum.
Stór maður, sem virðist vera lífvörður, hélt Solange en síðan TMZ er með upptöku úr lyftumyndavélinni og birtir hana á vefsíðu sinni.
Ekki er ljóst af hverju kom til átakanna en þremenningarnir fóru ekki heim í sama bíl eftir ballið. Systurnar fóru í einn bíl og Jay Z í annan.