Samgöngu- og heilbrigðismál ekki stóru málin að mati Elliða Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 13:15 Elliði telur samgöngumál ekki verða stóra málið í komandi kosningum Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27