Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2014 19:24 Nokkuð vel mætt var við bakka Elliðavatns í gærkvöldi en heldur róleg var takan þrátt fyrir að hæglætis veður væri við vatnið og aðstæður hinar bestu. Veiðin hefur verið ágæt í vatninu í vor en besti tíminn er þó framundan þegar vatnið fer að hlýna aðeins meira og púpan fer að klekjast í meira magni. Þeir veiðimenn sem við ræddum við við vatnið í gær voru ekki búnir að verða mikið varir þrátt fyrir að hafa verið að kasta flugu í 2-3 tíma og þeir voru sammála um að það væri ansi skrítið hvað það var lítil uppítaka í gærkvöldi. Einn og einn fiskur var þó að gefa sig en þeir voru þó flestir smáir. Einn veiðimaður lenti þó í smá ævintýri við Riðhól seint í gærkvöldi þegar stór urriði stökk á litla púpu. Baráttan stóð yfir í um 20 mínútur og tók fiskurinn rokur af og til en kom ansi nálægt landi inn á milli og sýndi sig vel. Þegar nokkuð var dregið af urriðanum gerði veiðimaðurinn tilraun til að háfa fiskinn en hann passaði ekki í háfinn sama hvernig var reynt. Eftir tvær tilraunir til að ná fiskinum varlega í land tók hann eina roku í viðbót með línu að undirlínu og var síðan laus. Fiskurinn var að sögn ekki undir 6-7 pundum en slíkir urriðar sjást alltaf af og til í vatninu en erfitt hefur verið að fá þá til að taka. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði
Nokkuð vel mætt var við bakka Elliðavatns í gærkvöldi en heldur róleg var takan þrátt fyrir að hæglætis veður væri við vatnið og aðstæður hinar bestu. Veiðin hefur verið ágæt í vatninu í vor en besti tíminn er þó framundan þegar vatnið fer að hlýna aðeins meira og púpan fer að klekjast í meira magni. Þeir veiðimenn sem við ræddum við við vatnið í gær voru ekki búnir að verða mikið varir þrátt fyrir að hafa verið að kasta flugu í 2-3 tíma og þeir voru sammála um að það væri ansi skrítið hvað það var lítil uppítaka í gærkvöldi. Einn og einn fiskur var þó að gefa sig en þeir voru þó flestir smáir. Einn veiðimaður lenti þó í smá ævintýri við Riðhól seint í gærkvöldi þegar stór urriði stökk á litla púpu. Baráttan stóð yfir í um 20 mínútur og tók fiskurinn rokur af og til en kom ansi nálægt landi inn á milli og sýndi sig vel. Þegar nokkuð var dregið af urriðanum gerði veiðimaðurinn tilraun til að háfa fiskinn en hann passaði ekki í háfinn sama hvernig var reynt. Eftir tvær tilraunir til að ná fiskinum varlega í land tók hann eina roku í viðbót með línu að undirlínu og var síðan laus. Fiskurinn var að sögn ekki undir 6-7 pundum en slíkir urriðar sjást alltaf af og til í vatninu en erfitt hefur verið að fá þá til að taka.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði