Oddvitaáskorunin - Syngur eingöngu til að rýma hús 28. maí 2014 17:01 Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveitunga í Þingeyjarsveit. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira