Íslenski boltinn

Alexander Már skaut Fram áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Már Þorláksson skoraði eina mark leiksins gegn KA í dag.
Alexander Már Þorláksson skoraði eina mark leiksins gegn KA í dag. Vísir/Daníel
Alexander Már Þorláksson, 19 ára gamall leikmaður Fram, var hetja liðsins þegar það lagði 1. deildar lið KA, 1-0, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld.

Leikurinn fór fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal en markalaust var í hálfleik.

Alexander Már skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu, hans fyrsta í Borgunarbikarnum en Alexander hefur nú komið við sögu í átta leikjum með Fram og ÍA og skorað tvö mörk.

Framarar stilltu upp nánast sínu sterkasta liði en Tryggvi Sveinn Bjarnason, ÁsgeirMarteinsson og AronBjarnason byrjuðu á bekknum og þá var BjörgólfurTakefusa ekki í leikmannahópnum.

Fram er annað liðið sem tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins en í gær komst Breiðablik áfram eftir sigur á HK. Fleiri leikir eru í gangi í kvöld og verður greint frá úrslitum í þeim öllum hér á Vísi.

Markaskorari er fenginn frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×