Oddvitaáskorunin - Tryggja áframhaldandi góðan rekstur Grindavíkurbæjar 26. maí 2014 16:00 Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Bryndís Gunnlaugsdóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Grindavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf verið kölluð Bryndís en örfáir nánir vinir mínir kalla mig stundum Bibbu. Ég er 33 ára og er lögfræðingur frá HR og starfa í fyrirtækjaskrá RSK. Áður en ég fór í HR lauk ég stúdentsprófi frá FS og þar var mitt helsta afrek að ná hreinni 10 í stærðfræði 303. Helstu áhugamál mín eru íþróttir og þá helst körfubolti og síðan tónlist, spil og matargerð. Fullkomið kvöld væri því að borða góðan mat áður en farið er á körfuboltaleik og enda kvöldið í góðum félagsskap yfir spili með góða tónlist í gangi. Ég er stolt af því að vera Grindvíkingur og eins og flestir Grindvíkingar þá tel ég bæjarfélagið vera nafla alheimsins.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Bláa lónið. Hundar eða kettir?Kettir. Hver er stærsta stundin í lífinu?Útskrifast með BA og Meistaragráðu í lögfræði og vera kosin forseti bæjarstjórnar í Grindavík 29 ára gömul. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Grillað folaldakjöt með góðri sósu og sætum kartöflum. Hvernig bíl ekur þú?Yaris. Besta minningin?Fjölskyldustundirnar í Helgadal. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Já, fyrir of hraðan akstur og að stoppa ekki á stöðvunarskyldu en orðið mörg ár síðan. Hverju sérðu mest eftir?Hafa ekki farið í skiptinám til Suður-Afríku þegar ég fékk tækifæri til en fór ekki því lítill tími var til undirbúnings. Draumaferðalagið?Ferðast um Afríku. Hefur þú migið í saltan sjó?Nei en ég er fær í flestan sjó. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Smakkað djúpsteiktan heila. Hefur þú viðurkennt mistök?Já. Hverju ertu stoltust af?Hafa átt þátt í því að snúa við erfiðri fjárhagsstöðu Grindavíkur í að vera eitt af best fjárhagslega stöddu sveitarfélögum landsins. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Keppt í Mýrabolta.Bikarúrslitaleikur í körfu 2014 er Grindavík varð bikarmeistari.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Oddvitaáskorunin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira