Golf

Rory fann hugarró á golfvellinum

Rory ánægður með bikarinn.
Rory ánægður með bikarinn. vísir/getty
Norður-Írinn Rory McIlroy vann magnaðan sigur á BMW PGA-meistaramótinu í gær. Hann náði að spila vel þrátt fyrir erfiða daga í einkalífinu.

McIlroy sleit trúlofun sinni við tennisstjörnuna Caroline Wozniacki á dögunum og hefur mikið verið fjallað um það mál í heimspressunni.

"Það var ákveðin losun fyrir mig að vera út á vellinum. Ég er einn með sjálfum mér að gera það sem ég geri best. Þarna fékk fjóra til fímm tíma af hugarró," sagði McIlroy eftir mót en hann var að vinna sitt fyrsta mót í Evrópu.

"Þessi vika hefur verið uppfull af alls konar tilfinningum. Ég er að horfa á bikarinn og skil ekki hvernig þetta gerðist. Ég var spurður að því hvernig mér liði og ég hreinlega veit það ekki. Ég er auðvitað ánægður með að hafa unnið en þetta hefur verið furðuleg vika."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×