Golf

Ragnar Már vann sitt fyrsta mót á Eimskipsmótaröðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Már Garðarsson er hér í miðjunni og með þeim Andra Þór Björnssyni og Bjarka Péturssyni sem urðu jafnir í öðru sæti.
Ragnar Már Garðarsson er hér í miðjunni og með þeim Andra Þór Björnssyni og Bjarka Péturssyni sem urðu jafnir í öðru sæti. Mynd/GSÍmyndir
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í karlaflokki á Nettómótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina.

Þetta er fyrsti sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni en hann margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Ragnar Már stundar nú nám við McNeese-háskólann í Louisiana í Bandaríkjunum. Hann lék hringina þrjá á 220 höggum eða á fjórum höggum yfir pari.

 

Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness urðu jafnir í öðru til þriðja sæti en þeir léku á 222 höggum eða á sex höggum yfir pari.

Ragnar Már, Andri Þór og Bjarki skiptust á að vera með forystuna á loka hringnum en eins og áður sagði þá stóð Ragnar Már uppi sem sigurvegari.

Ragnar Már lék þeirra best á lokahringnum eða á tveimur höggum undir pari. Hann fékk meðal annars fimm fugla á síðustu þrettán holunum sem er frábær spilamennska hjá þessum 19 ára strák.

 

Næsta mót á mótaröð þeirra bestu Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu um næstu helgi.

Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan í karlaflokki

1. Ragnar Már Garðarsson, GKG    +4

2. Bjarki Pétursson, GB    +6

2. Andri Þór Björnsson, GR    +6

4. Kristján Þór Einarsson, GKJ    +7

4.Haraldur Franklín Magnús, GR    +7

6. Rúnar Arnórsson, GK    +9

6. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG    +9

6. Gísli Sveinbergsson, GK    +9

9. Stefán Þór Bogason, GR    +10

10. Andri Már Óskarsson, GHR    +11


Tengdar fréttir

Guðrún Brá og Bjarki efst í Leirunni

Bjarki Pétursson GB er með eins höggs forystu í karlaflokki og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK er með sömu forystu í kvennaflokki á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi eftir tvo hringi af þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×