Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:04 Sunna Víðisdóttir er hér í miðjunni ásamt hinum verðlaunahöfunum á Nettómótinu, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Karenu Guðnadóttur. Mynd/GSÍmyndir Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39 Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira