Árni sendir Pólverjum bréf: „Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn“ 24. maí 2014 13:34 Árni til vinstri, bréfið til miðju og Gunnar til hægri. Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?” Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Gunnar Örlygsson, fiskverkandi og frambjóðandi á lista Frjáls afls í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ, er afar ósáttur með bréf sem Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæ, sendi pólskum innflytjendum í bænum. „Að bæjarstjórinn skuli lofa betrum og bót til allra nýbúa sem hann kjósa og taka sér það hlutverk fram yfir einkafyrirtæki út í bæ sem hafa ekki einu sinni hafið starfsemi og nefna þar launatölur er með öllu móti óskiljanlegur gjörningur.” Gunnar segir Árna vera að „kasta olíu á eldinn“ í kjaramálum: „Þá skal ekki heldur gera lítið úr þeim óróa sem bréf Árna hefur strax valdið á vinnumarkaði en um þessar mundir er umhverfi kjaramála afar viðkvæmt og hef ég persónulega strax fundið fyrir þessu sem atvinnurekandi á svæðinu. Bæjarstjórinn kastar nú olíu á eldinn og er ábyrgur fyrir vinnubrögðum sem erfitt er að lýsa með orðum.”Árni Sigfússon bæjarstjóri skrifar undir bréf til pólskra innflytjenda.Býður Pólverjum í pylsur Í bréfinu frá Árna til pólskra innflytjenda, sem má sjá hér að neðan í viðhengi og hluta af því hér að ofan, kemur fram að hann vilji fjölga verkamannastörfum sem gefi um 500 til 600 þúsund krónur í laun á mánuði. Bréfið er á pólsku og fjallar Árni um litla kosningaþátttöku pólskra innflytjenda, en tekur farm að þeir séu margir á svæðinu. Hann vill koma á vikulegum fundum með innflytjendum og býður Pólverjum í bjór og pylsur á fimmtudaginn, tveimur dögum fyrir kosningar. Að auki býður hann þá velkomna til sín á bæjarskrifstofuna og telur Gunnar ekki rétt að nota eign bæjarins í þeim tilgangi að ná í atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það afar ósmekklegt,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Gunnar lítur það mjög alvarlegum augum að Árni hafi lofað ákveðinni launaupphæð fyrir hönd einkafyrirtækja. Gunnar er sjálfur í rekstri, hann er stjórnarformaður AG Seafood í Sandgerði. „Einhvers staðar myndi svona gjörningur kalla á umsvifalausa brottvikningu úr starfi. Þetta á ekki að líðast. Það má líkja þessu við að ég sjálfur hefði ákveðið að færa fiskvinnslufyrirtæki okkar frá Sandgerði yfir í Reykjanesbæ og að einhver oddviti hinna flokkanna sem nú bjóða fram fram, færi fram með sama hætti og lofaði ákveðnum launum fyrir hönd okkar fyrirtækis. Væru það eðlileg vinnubrögð?”
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira