Thomas Björn jafnaði vallarmetið á Wentworth 22. maí 2014 12:28 Thomas Björn fór á kostum í morgun Getty Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni. Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni.
Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira