Fyrstu niðurstöður liggja fyrir í Seyðisfirði þar sem 437 einstaklingar af 540 á kjörskrá, greiddu atkvæði. Kjörsókn var því 80,92 prósent.
B- Listi Framsóknar, samvinnu og félagshyggjufólks fékk 138 atkvæði, eða 33 prósent og fá tvo menn inn.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 144 atkvæði, eða 34 prósent og fá þrjá menn inn.
L - Seyðisfjarðarlistinn fékk 142 atkvæði, eða 33 prósent og fá tvo menn inn.

