Ben Crane landaði sínum fimmta sigri á PGA-mótaröðinni í gær 9. júní 2014 12:13 Ben Crane fékk 130 milljónir og glæsilegan jakka fyrir sigurin í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ben Crane lék manna best á St. Jude Classic mótinu sem kláraðist í gær en þessi 38 ára kylfingur lék hringina fjóra á TPC Southwind vellinum í Memphis á tíu höggum undir pari. Í öðru sæti kom Troy Merritt á níu höggum undir pari en þeir Webb Simpson, Matt Every og Carl Petterson deildu þriðja sætinu á átta höggum undir. Phil Mickelson endaði mótið jafn í 11.sæti á sex höggum undir pari en þessi vinsæli kylfingur hefur enn ekki náð að enda í topp tíu á móti á PGA-mótaröðinni í ár. Hann sýndi þó ágæta spretti um helgina og hver veit nema að hann verði í toppbaráttunni á US Open sem hefst næsta fimmtudag. Ben Crane hefur leikið á PGA-mótaröðinni í 12 ár og er sigurinn hans fimmti á ferlinum. Hann er einnig þekktur fyrir að vera meðlimur í einu strákahljómsveitinni á mótaröðinni ásamt Bubba Watson, Rickie Fowler og Hunter Mahan en hún kallast „Golfstrákarnir“. Þeir gáfu út lag fyrir þremur árum sem hefur náð töluverðum vinsældum á Youtube en það má sjá hér. Næsta mót er sjálft risamótið US Open en í ár fer það fram á Pinehurst og verður það að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ben Crane lék manna best á St. Jude Classic mótinu sem kláraðist í gær en þessi 38 ára kylfingur lék hringina fjóra á TPC Southwind vellinum í Memphis á tíu höggum undir pari. Í öðru sæti kom Troy Merritt á níu höggum undir pari en þeir Webb Simpson, Matt Every og Carl Petterson deildu þriðja sætinu á átta höggum undir. Phil Mickelson endaði mótið jafn í 11.sæti á sex höggum undir pari en þessi vinsæli kylfingur hefur enn ekki náð að enda í topp tíu á móti á PGA-mótaröðinni í ár. Hann sýndi þó ágæta spretti um helgina og hver veit nema að hann verði í toppbaráttunni á US Open sem hefst næsta fimmtudag. Ben Crane hefur leikið á PGA-mótaröðinni í 12 ár og er sigurinn hans fimmti á ferlinum. Hann er einnig þekktur fyrir að vera meðlimur í einu strákahljómsveitinni á mótaröðinni ásamt Bubba Watson, Rickie Fowler og Hunter Mahan en hún kallast „Golfstrákarnir“. Þeir gáfu út lag fyrir þremur árum sem hefur náð töluverðum vinsældum á Youtube en það má sjá hér. Næsta mót er sjálft risamótið US Open en í ár fer það fram á Pinehurst og verður það að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira