Mikil fluga við Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2014 11:10 Við settum inn mynd sem Bjarni Höskuldsson leiðsögumaður við Laxá í Laxárdal sendi okkur fyrir skömmu og á henni sést hversu mikið mý hefur verið í dalnum síðustu daga. Ekki er ástandið betra ofar í ánni en veiðimenn sem við heyrðum í í gær sögðu að á tímabili hefði verið svo mikil fluga að það sást varla út úr flugnanetunum. Veðrið var með eindæmum gott um helgina við ána og fór hitinn mest í um 19 stig sem skapar kjöraðstæður fyrir fluguna, sérstaklega þegar lítill eða enginn vindur fylgir með hitanum. Veiðin var ágæt en ekki jafn kraftmikil og fyrstu dagana. Ekki mikil uppítaka var í ánni svo flestir voru að veiða á þyngdar púpur andstreymis með tökuvara. Þeir fiskar sem komu á land voru allir úttroðnir af mýlirfu og er fiskurinn nær undantekningalaust feitur og vel haldinn eftir veturinn. Framundan er frábær tími í ánni og þess vegna um að gera fyrir þá sem eiga eftir að kasta fyrir urriða á þessu svæði og finna sér leyfi. Við minnum veiðimenn á að taka með sér flugnanet og flugnaáburð, t.d. hefur "Bite Off" reynst vel við að halda mýinu frá því að stinga. Heildartalan síðustu daga er líklega um 400 fiskar sem er feyknagott en almennt eru veiðimenn á því að meira virðist vera af fiski en undanfarin ár. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Við settum inn mynd sem Bjarni Höskuldsson leiðsögumaður við Laxá í Laxárdal sendi okkur fyrir skömmu og á henni sést hversu mikið mý hefur verið í dalnum síðustu daga. Ekki er ástandið betra ofar í ánni en veiðimenn sem við heyrðum í í gær sögðu að á tímabili hefði verið svo mikil fluga að það sást varla út úr flugnanetunum. Veðrið var með eindæmum gott um helgina við ána og fór hitinn mest í um 19 stig sem skapar kjöraðstæður fyrir fluguna, sérstaklega þegar lítill eða enginn vindur fylgir með hitanum. Veiðin var ágæt en ekki jafn kraftmikil og fyrstu dagana. Ekki mikil uppítaka var í ánni svo flestir voru að veiða á þyngdar púpur andstreymis með tökuvara. Þeir fiskar sem komu á land voru allir úttroðnir af mýlirfu og er fiskurinn nær undantekningalaust feitur og vel haldinn eftir veturinn. Framundan er frábær tími í ánni og þess vegna um að gera fyrir þá sem eiga eftir að kasta fyrir urriða á þessu svæði og finna sér leyfi. Við minnum veiðimenn á að taka með sér flugnanet og flugnaáburð, t.d. hefur "Bite Off" reynst vel við að halda mýinu frá því að stinga. Heildartalan síðustu daga er líklega um 400 fiskar sem er feyknagott en almennt eru veiðimenn á því að meira virðist vera af fiski en undanfarin ár.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði