10 leiðir til að draga úr streitu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 8. júní 2014 14:00 Það kannast flestir við að finna fyrir streitu eða kvíða af og til. Við því eru þó til hin ýmsu ráð, sem mörg hver er hægt að gera án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Hér að neðan fylgja tíu leiðir til þess að draga úr streitu og kvíða, sem eru annaðhvort ókeypis eða kosta lítið. 1. Farðu í göngutúr og andaðu að þér fersku lofti. 2. Jóga iðkun getur verið gagnleg leið til þess að losa um spennu úr líkamanum og tengja saman huga, líkama og sál með styrktaræfingum, hugleiðslu og öndun 3. Hlauptu, hjólaðu, syntu, dansaðu- hvað sem er sem lætur þig svitna. Við áreynslu losnar um endorfín í líkamanum sem getur bætt skap og líðan og getur einnig minnkað verki. 4. Lokaðu augunum og einbeittu sér að því að slaka einn líkamspart í einu. 5. Settu hlutina í samhengi. Gerðu lista yfir það sem þú getur gert eitthvað í núna og lista yfir hluti sem þú getur ekki breytt. 6. Taktu þér smá frí frá tækninni sem er stanslaust áreiti í nútíma samfélagi, sérstaklega snjallsímanum. 7. Farðu í heitt og gott bað með Epsom salti og róandi ilmkjarnaolíum. Kamillu eða lavender olíur eru yndislegar í baðið. 8. Til að viðhalda vellíðan er sniðugt að halda þakklætis dagbók. Skrifaðu daglega niður nokkra hluti sem kalla fram þakklæti. 9. Drekktu róandi te. Kamillute er til dæmis talið hafa róandi áhrif og ekki skemmir fyrir að það er mjög bragðgott. 10. Hugleiddu, jafnvel þó það sé bara að setjast niður í nokkrar mínútur og einbeita sér að andardrættinum. Heilsa Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið
Það kannast flestir við að finna fyrir streitu eða kvíða af og til. Við því eru þó til hin ýmsu ráð, sem mörg hver er hægt að gera án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Hér að neðan fylgja tíu leiðir til þess að draga úr streitu og kvíða, sem eru annaðhvort ókeypis eða kosta lítið. 1. Farðu í göngutúr og andaðu að þér fersku lofti. 2. Jóga iðkun getur verið gagnleg leið til þess að losa um spennu úr líkamanum og tengja saman huga, líkama og sál með styrktaræfingum, hugleiðslu og öndun 3. Hlauptu, hjólaðu, syntu, dansaðu- hvað sem er sem lætur þig svitna. Við áreynslu losnar um endorfín í líkamanum sem getur bætt skap og líðan og getur einnig minnkað verki. 4. Lokaðu augunum og einbeittu sér að því að slaka einn líkamspart í einu. 5. Settu hlutina í samhengi. Gerðu lista yfir það sem þú getur gert eitthvað í núna og lista yfir hluti sem þú getur ekki breytt. 6. Taktu þér smá frí frá tækninni sem er stanslaust áreiti í nútíma samfélagi, sérstaklega snjallsímanum. 7. Farðu í heitt og gott bað með Epsom salti og róandi ilmkjarnaolíum. Kamillu eða lavender olíur eru yndislegar í baðið. 8. Til að viðhalda vellíðan er sniðugt að halda þakklætis dagbók. Skrifaðu daglega niður nokkra hluti sem kalla fram þakklæti. 9. Drekktu róandi te. Kamillute er til dæmis talið hafa róandi áhrif og ekki skemmir fyrir að það er mjög bragðgott. 10. Hugleiddu, jafnvel þó það sé bara að setjast niður í nokkrar mínútur og einbeita sér að andardrættinum.
Heilsa Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið