Sterk sól og brunahætta Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2014 09:30 Spákort Veðurstofunnar kl. 15 í dag. Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm. Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sólskin er núna um allt Ísland og heiðskír himinn nánast í öllum landshlutum. Spákort dagsins klukkan þrjú sýnir gular sólir hringinn í kringum landið nema á tveimur stöðum, á Ströndum og í Vestmannaeyjum, en þar eru þó þrír fjórðu hlutar himins sýndir með sól. Veðurspáin gerir ráð fyrir allt að 21 stigs hita í dag og að hlýjast verði í uppsveitum á Suður- og Vesturlandi. Spáin fyrir laugardag og sunnudag gerir áfram ráð fyrir bjartviðri víðast hvar og allt að 22 stiga hita inn til landsins. Þessu mikla sólskini fylgja þó ákveðnar hættur þegar sólin er komin þetta hátt á loft. Hætta á sólbruna húðarinnar eykst þannig verulega. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má nálgast upplýsingar um svokallaðan ÚF-stuðul, sem sýnir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri sem sá stuðull er, þeim mun minni viðveru þolir húðin í sólinni og skaðast. ÚF-stuðullinn er birtur daglega og þar sést að undanfarna daga hefur hann verið í kringum 5, sem þýðir að sólvörn er nauðsynleg. Klukkan hálfeitt í dag var hann til dæmis kominn í 5,5. Fari stuðullinn í 6 er sólvörn með háum stuðli nauðsynleg, sólgleraugu, hattur eða húfa, og fólk er jafnvel hvatt til að forðast sólina í þrjár klukkustundir milli klukkan 12 og 15. Þar er jafnframt vitnað í rannsókn húðlæknanna Bárðar Sigurgeirssonar og Hans Christian Wulf, sem gerð var á Íslandi fyrir nokkrum árum, þar sem fram kom að mjög stuttan tíma þarf fyrir Íslendinga til að sólbrenna. Á venjulegum degi í júní er hægt að fá fimmfaldan sólarskammt sem þarf til þess að húðin brenni. „Sé tekið tillit til þess að fölur Íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn,“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar.Búast má við að stór hluti landsmanna kjósi mikla útiveru í blíðviðrinu sem spáð er næstu daga.Vísir/Vilhelm.
Veður Tengdar fréttir Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45 Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. 5. júní 2014 18:45
Varúð - sterkt sólskin framundan á Íslandi Sól og blíða er í veðurkortunum fyrir Ísland eins langt og spár ná. 29. maí 2012 11:15