Flestir sammælast um það að mataræði sé mikilvægur hluti af því að viðhalda góðri heilsu. Undanfarin ár hefur orðið vakning um hversu mikilvægt er að borða vel og heilsusamlega, ætli maður að lifa heilbrigðu og góðu lífi. Sumir telja að grænmetisfæði sé ein besta leiðin til þess – en grænmetisætur geta haft mjög mismunandi áherslur í mataræðinu.
Hér að neðan fylgja lýsingar af þessum mismunandi áherslum, þó að listinn sé ekki tæmandi.

Lacto-vegetarians borða ekkert kjötmeti, fisk eða egg en borða þó mjólkurvörur.
Ovo-vegetarians borða ekki kjöt, fisk og mjólkurvörur en borða egg.
Lacto-ovo vegetarians er algengasta tegundin af grænmetisætum. Þær borða ekki kjöt né fisk en borða hinsvegar mjólkurvörur og egg.
Pescetarian er notað yfir einstaklinga sem borða engar afurðir úr dýraríkinu nema fisk og aðrar sjávarafurðir.
Flexitarian er tæknilega séð ekki grænmetisæta en hugtakið er notað yfir þá sem borða nánast eingöngu afurðir úr jurtaríkinu en leyfa sér þó einstaka sinnum kjöt.
Að lokum eru það svo raw vegans sem eru þær grænmetisætur sem borða eingöngu óunnið, hrátt vegan fæði og hita engin hráefni upp fyrir 47°C til þess að skemma ekki ensímin í matnum.
Fyrir þá sem vilja kynna sér kosti þess að gerast grænmetisæta og hvað ber að varast er hægt að finna nánari upplýsingar hér.