Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2014 10:28 Fyrstu laxar sumarsins komu á land í morgun í Norðurá og Blöndu en nokkuð af laxi virðist vera á stöðunum neðan Laxfoss sem samkvæmt reyndra manna við Norðurá veit á gott sumar. Gott vatn er í Norðurá og Blöndu en sú síðarnefnda er lítið lituð sem þýðir að hún á bara eftir að verða tærari þegar líður á júní og það er yfirleitt vísir að góðri veiði svo framarlega sem göngur séu góðar. Það sem veiðimenn vonast eftir er jafnvægi milli rigninga og sólar í sumar en síðasta sumar var úrkoma vel yfir meðallagi og árnar í góðu vatni framanaf en voru fljótar í flóð þegar aðeins leið á ágúst. Síðan er það hin hliðin þegar sumrin verða mjög sólrík og árnar vatnslitlar, þá er veiðin oft afskaplega léleg þó ekki vanti laxinn í árnar en við skilyrði sem skapast í litlu og hlýju sumarvatni er erfitt að fá laxinn til að taka fluguna. Tímabilið er hafið og framundan vonandi gott aflasumar. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði
Fyrstu laxar sumarsins komu á land í morgun í Norðurá og Blöndu en nokkuð af laxi virðist vera á stöðunum neðan Laxfoss sem samkvæmt reyndra manna við Norðurá veit á gott sumar. Gott vatn er í Norðurá og Blöndu en sú síðarnefnda er lítið lituð sem þýðir að hún á bara eftir að verða tærari þegar líður á júní og það er yfirleitt vísir að góðri veiði svo framarlega sem göngur séu góðar. Það sem veiðimenn vonast eftir er jafnvægi milli rigninga og sólar í sumar en síðasta sumar var úrkoma vel yfir meðallagi og árnar í góðu vatni framanaf en voru fljótar í flóð þegar aðeins leið á ágúst. Síðan er það hin hliðin þegar sumrin verða mjög sólrík og árnar vatnslitlar, þá er veiðin oft afskaplega léleg þó ekki vanti laxinn í árnar en við skilyrði sem skapast í litlu og hlýju sumarvatni er erfitt að fá laxinn til að taka fluguna. Tímabilið er hafið og framundan vonandi gott aflasumar.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði 805 laxar komnir í gegnum teljarann í Langá Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Tveir 20 pundarar sama daginn í Eystri Rangá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði