Lífið

Er Terry Richardson kynferðisglæpamaður eða listamaður?

Terry Richardson
Terry Richardson Vísir/Getty
Ljósmyndarinn Terry Richardson hefur verið sakaður um kynferðislegt áreiti, að sofa hjá fyrirsætunum sínum, með og án þeirra samþykkis. Hann er þekktur fyrir kynferðislegar og ögrandi ljósmyndatökur og fyrir eitt vinsælasta myndband allra tíma, Wrecking Ball með söngkonunni Miley Cyrus, svo aðeins fáeitt sé nefnt.

Árið 2010 ásakaði danska fyrirsætan Rie Rasmussen ljósmyndarann um að misnota aðstöðu sína gangvart ungum og óreyndum fyrirsætum.

Fyrirsætan Jamie Peck kom fram stuttu síðar og sagði Richardson hafa hegðað sér mjög ósæmilega gagnvart henni. Hann segir allt saman vera uppspuna.

Síðan þá hefur fjöldi stúlkna stigið fram og sagt hegðun Terry ósæmilega.

Hann ber af sér allar sakir.

Í ítarlegu viðtali við New York Magazine kemur Terry inn á þessi mál, auk þess sem hann ræðir lögsóknir, eiturlyfjafíknina og listina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×