Fyrstu fiskarnir komnir á land úr Þórisvatni Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2014 09:20 Þórisvatn hefur í gegnum tíðina verið vinsælt veiðivatn enda er urriðinn í vatninu oft mjög tökuglaður og getur orðið vænn. Við höfum heyrt frá veiðimönnum sem voru upp við Þórisvatn um helgina og veiddu þeir ágætleg þann stutta tíma sem þeir stoppuðu við vatnið. Samtals komu 21 urriði á land á fjórar stangir og allt var þetta 1-3 punda fiskur en í það minnsta tveir mjög vænir sluppu við löndum, það voru líklega um 5-6 punda fiskar. Það skemmtilega er að allt kom þetta á flugu en Þórisvatn var um tíma eitt af þessum hálendisvötnum þar sem makríll var mikið notaður. Það hefur yfirleitt sýnt sig að flugan getur gefið mun betri veiði og þá er ólíkt skemmtilegra að veiða á flugu en makríl að flestra mati. Hálendið fer að komast í fullann gang og vinsæl veiðisvæði eins og Veiðivötn, vötnin á Landmannaafrétt, Kvíslaveitur og Tungná draga að sér veiðimenn á hverju ári, sumir sem hafa veitt við þessi svæði í hálfa öld! Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Þórisvatn hefur í gegnum tíðina verið vinsælt veiðivatn enda er urriðinn í vatninu oft mjög tökuglaður og getur orðið vænn. Við höfum heyrt frá veiðimönnum sem voru upp við Þórisvatn um helgina og veiddu þeir ágætleg þann stutta tíma sem þeir stoppuðu við vatnið. Samtals komu 21 urriði á land á fjórar stangir og allt var þetta 1-3 punda fiskur en í það minnsta tveir mjög vænir sluppu við löndum, það voru líklega um 5-6 punda fiskar. Það skemmtilega er að allt kom þetta á flugu en Þórisvatn var um tíma eitt af þessum hálendisvötnum þar sem makríll var mikið notaður. Það hefur yfirleitt sýnt sig að flugan getur gefið mun betri veiði og þá er ólíkt skemmtilegra að veiða á flugu en makríl að flestra mati. Hálendið fer að komast í fullann gang og vinsæl veiðisvæði eins og Veiðivötn, vötnin á Landmannaafrétt, Kvíslaveitur og Tungná draga að sér veiðimenn á hverju ári, sumir sem hafa veitt við þessi svæði í hálfa öld!
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði