Martin Kaymer leiðir enn á US Open þrátt fyrir lélegan þriðja hring 15. júní 2014 02:32 Martin Kaymer er í bílstjórasætinu fyrir lokahringinn á US Open. AP/Getty Martin Kaymer leiðir enn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en fyrir lokahringinn er þessi 29 ára Þjóðverji á átta höggum undir pari. Kaymer hefur verið í sérflokki á Pinehurst velli nr.2 hingað til en hann lék fyrstu tvo hringina á 65 höggum eða samtals á tíu höggum undir pari. Hann var þó ekki jafn öflugur á þriðja hring sem hann lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Kaymer á fimm högg á næstu menn en sagan hefur kennt okkur að fimm högg eru fljót að fara á lokahringjum í risamótum eins og US Open. Á hæla hans, á þremur höggum undir pari, koma þeir Erik Compton og Rickie Fowler. Þeir tveir léku báðir á 67 höggum í dag en áhugavert verður að sjá hvort að þeir geti gert atlögu að Kaymer á morgun.Áhugaverðir áskorendur á lokahringnum Það þarf ekki að kynna Rickie Fowler fyrir golfáhugamönnum en hann var besti áhugakylfingur heims á sínum tíma og er þekktur á PGA-mótaröðinni fyrir einstaka prúðmennsku og skemmtilegan klæðaburð. Fowler tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni fyrir tímabilið 2010 og vann sitt fyrsta mót árið 2012 en hann gæti með góðum hring á morgun sett mikla pressu á Martin Kaymer. Það getur Erik Compton líka á lokahringnum en saga hans er ævintýri líkust. Hann hefur farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni en sú síðasta var árið 2008. Hann getur ekki gengið 18 holur eins og keppinautar sínir á PGA-mótaröðinni og þarf að nota golfbíl en hann fór í mál við mótaröðina á sínum tíma til þess að fá að nota bíl. Hann vann þá málsókn og er þessa dagana í fullu fjöru á PGA-mótaröðinni en það verður eflaust gaman að fylgjast með þessum frábæra kylfingi á lokahringnum á morgun. Fleiri heimsklassa kylfingar geta gert atlögu að Martin Kaymer en á tveimur höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson.McIlroy og Scott nánast úr leikRory McIlroy spilaði sig úr toppbaráttunni í dag en hann lék þriðja hring á fjórum höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari fyrir lokahringinn. Besti kylfingur heims, Adam Scott, er einnig á þremur höggum yfir pari eftir hringina þrjá og það er mjög ólíklegt að þeir blandi sér í baráttu efstu manna. Spennandi verður að sjá hvort að Martin Kaymer stenst pressuna á morgun en margir góðir kylfingar eiga eftir að sækja að honum. Lokahringurinn á þessu sögufræga golfmóti verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 17:00. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Martin Kaymer leiðir enn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en fyrir lokahringinn er þessi 29 ára Þjóðverji á átta höggum undir pari. Kaymer hefur verið í sérflokki á Pinehurst velli nr.2 hingað til en hann lék fyrstu tvo hringina á 65 höggum eða samtals á tíu höggum undir pari. Hann var þó ekki jafn öflugur á þriðja hring sem hann lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Kaymer á fimm högg á næstu menn en sagan hefur kennt okkur að fimm högg eru fljót að fara á lokahringjum í risamótum eins og US Open. Á hæla hans, á þremur höggum undir pari, koma þeir Erik Compton og Rickie Fowler. Þeir tveir léku báðir á 67 höggum í dag en áhugavert verður að sjá hvort að þeir geti gert atlögu að Kaymer á morgun.Áhugaverðir áskorendur á lokahringnum Það þarf ekki að kynna Rickie Fowler fyrir golfáhugamönnum en hann var besti áhugakylfingur heims á sínum tíma og er þekktur á PGA-mótaröðinni fyrir einstaka prúðmennsku og skemmtilegan klæðaburð. Fowler tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni fyrir tímabilið 2010 og vann sitt fyrsta mót árið 2012 en hann gæti með góðum hring á morgun sett mikla pressu á Martin Kaymer. Það getur Erik Compton líka á lokahringnum en saga hans er ævintýri líkust. Hann hefur farið í tvær hjartaígræðslur á lífsleiðinni en sú síðasta var árið 2008. Hann getur ekki gengið 18 holur eins og keppinautar sínir á PGA-mótaröðinni og þarf að nota golfbíl en hann fór í mál við mótaröðina á sínum tíma til þess að fá að nota bíl. Hann vann þá málsókn og er þessa dagana í fullu fjöru á PGA-mótaröðinni en það verður eflaust gaman að fylgjast með þessum frábæra kylfingi á lokahringnum á morgun. Fleiri heimsklassa kylfingar geta gert atlögu að Martin Kaymer en á tveimur höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og hinn högglangi Dustin Johnson.McIlroy og Scott nánast úr leikRory McIlroy spilaði sig úr toppbaráttunni í dag en hann lék þriðja hring á fjórum höggum yfir pari og er samtals á þremur höggum yfir pari fyrir lokahringinn. Besti kylfingur heims, Adam Scott, er einnig á þremur höggum yfir pari eftir hringina þrjá og það er mjög ólíklegt að þeir blandi sér í baráttu efstu manna. Spennandi verður að sjá hvort að Martin Kaymer stenst pressuna á morgun en margir góðir kylfingar eiga eftir að sækja að honum. Lokahringurinn á þessu sögufræga golfmóti verður að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira