Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2014 13:00 Stefán Sigurðsson með fallegan lax úr Blöndu í fyrra Samkvæmt tölum frá Landssambandi Veiðifélaga frá því á miðvikudaginn er veiðin í Norðurá og Blöndu mjög jöfn. Norðurá var í 37 löxum en Blanda í 34 en þessar tölur eru síðan á miðvikudag og báðar árnar eru komnar yfir 50 laxa í dag. Það sem aftur á móti skekkir niðurstöðuna er að það er aðeins veitt á 4 stangir í Blöndu en 8 stangir eins og er í Norðurá og þeim á eftir að fjölga í báðum ánum þegar lengra líður inná tímabilið. Mesta veiðin í Blöndu er á svæði I en þegar áin helst tær langt inní ágúst eða september er veiðin oft feykilega góð á svæðum III og IV. Minna er þó veitt á svæði II en það er langt og veiðistaðir þar margir en engu að síður er veiðivon þar góð. Norðurá hefur lengi verið þekkt fyrir gríðarlegar sterkar smálaxagöngur þegar líður á júní og er óhætt að segja að þegar þær hella sér inn í ánna verða hyljir hennar bláir af laxi. Þar sem það er svo stutt liðið á tímabilið er erfitt að spá nokkru fyrir um framhaldið en ástand laxsins úr sjó veit þó á gott varðandi framhaldið. Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Samkvæmt tölum frá Landssambandi Veiðifélaga frá því á miðvikudaginn er veiðin í Norðurá og Blöndu mjög jöfn. Norðurá var í 37 löxum en Blanda í 34 en þessar tölur eru síðan á miðvikudag og báðar árnar eru komnar yfir 50 laxa í dag. Það sem aftur á móti skekkir niðurstöðuna er að það er aðeins veitt á 4 stangir í Blöndu en 8 stangir eins og er í Norðurá og þeim á eftir að fjölga í báðum ánum þegar lengra líður inná tímabilið. Mesta veiðin í Blöndu er á svæði I en þegar áin helst tær langt inní ágúst eða september er veiðin oft feykilega góð á svæðum III og IV. Minna er þó veitt á svæði II en það er langt og veiðistaðir þar margir en engu að síður er veiðivon þar góð. Norðurá hefur lengi verið þekkt fyrir gríðarlegar sterkar smálaxagöngur þegar líður á júní og er óhætt að segja að þegar þær hella sér inn í ánna verða hyljir hennar bláir af laxi. Þar sem það er svo stutt liðið á tímabilið er erfitt að spá nokkru fyrir um framhaldið en ástand laxsins úr sjó veit þó á gott varðandi framhaldið.
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Opið hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði