20 punda lax úr Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2014 15:31 Bjarki með laxinn sem hann veiddi í morgun Norðurá er ekki þekkt fyrir að vera nein stórlaxaá en í morgun kom einn slíkur á land og mældist sá fiskur 20 pund. Það var Bjarki Már Jóhannsson sem landaði laxinum úr veiðistaðnum Stekk í morgun og tók hann Sunray á yfirborðinu. Bjarki var einnig búinn að landa öðrum vænum laxi en það var 78 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér en 10 punda taumurinn var oft á mörkunum við að slitna í þeim átökum. Þetta er áfangi fyrir Bjarka því hann hefur ekki náð laxi af þessari stærð áður og er loksins kominn í 20 punda klúbbinn. Það er eiginlega furðulegt að hann hafi ekki náð þessu fyrr þar sem hann hefur verið mikið við veiðileiðsögn undanfarin ár og landað ansi mörgum löxum. Veiðin í Norðurá er stígandi og laxinn sem er að veiðast vel haldinn eins og áður hefur verið greint frá. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Norðurá er ekki þekkt fyrir að vera nein stórlaxaá en í morgun kom einn slíkur á land og mældist sá fiskur 20 pund. Það var Bjarki Már Jóhannsson sem landaði laxinum úr veiðistaðnum Stekk í morgun og tók hann Sunray á yfirborðinu. Bjarki var einnig búinn að landa öðrum vænum laxi en það var 78 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér en 10 punda taumurinn var oft á mörkunum við að slitna í þeim átökum. Þetta er áfangi fyrir Bjarka því hann hefur ekki náð laxi af þessari stærð áður og er loksins kominn í 20 punda klúbbinn. Það er eiginlega furðulegt að hann hafi ekki náð þessu fyrr þar sem hann hefur verið mikið við veiðileiðsögn undanfarin ár og landað ansi mörgum löxum. Veiðin í Norðurá er stígandi og laxinn sem er að veiðast vel haldinn eins og áður hefur verið greint frá.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði