Góður gangur í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2014 13:45 Nuno með fallegan lax af Eyrinni Mynd: Sigurjón Sigurjónsson Góður gangur hefur verið í Norðurá síðustu tvo daga og það er greinilega mikill stígandi í göngunum eins og venjulega miðað við árstíma. Síðustu tölur sem við fengum voru 35 laxar en hollið sem er við veiðar núna er líklega búið að ná þeirri tölu upp fyrir 50 og vel það enda eru þar á ferðinni veiðimenn sem gjörþekkja ána. Laxinn virðist vera ágætlega dreifður en mest er þó neðan við Laxfoss eins og venjulega á þessum tíma. Laxinn er vel haldinn og gefur það mönnum góð fyrirheit um að ástandið í sjónum hafi verið gott þegar seiðin gengu til sjávar en þetta á bæði við um tveggjá ára laxana og þá fáu eins árs laxa sem hafa þegar veiðst. Smálaxagöngurnar fara að skila sér í auknum mæli en þangað til er þetta mest fallegur tveggja ára lax og það leiðist engum veiðimanni að setja í svoleiðis laxa. Við eigum eftir ða heyra meira frá þessu holli en einn af þeim sem sveiflar þar stönginni er veitingamaðurinn Nuno sem margir þekkja frá Sushi Samba en hann sést á myndinni með 85 sm lax sem tók á Eyrinni. Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði
Góður gangur hefur verið í Norðurá síðustu tvo daga og það er greinilega mikill stígandi í göngunum eins og venjulega miðað við árstíma. Síðustu tölur sem við fengum voru 35 laxar en hollið sem er við veiðar núna er líklega búið að ná þeirri tölu upp fyrir 50 og vel það enda eru þar á ferðinni veiðimenn sem gjörþekkja ána. Laxinn virðist vera ágætlega dreifður en mest er þó neðan við Laxfoss eins og venjulega á þessum tíma. Laxinn er vel haldinn og gefur það mönnum góð fyrirheit um að ástandið í sjónum hafi verið gott þegar seiðin gengu til sjávar en þetta á bæði við um tveggjá ára laxana og þá fáu eins árs laxa sem hafa þegar veiðst. Smálaxagöngurnar fara að skila sér í auknum mæli en þangað til er þetta mest fallegur tveggja ára lax og það leiðist engum veiðimanni að setja í svoleiðis laxa. Við eigum eftir ða heyra meira frá þessu holli en einn af þeim sem sveiflar þar stönginni er veitingamaðurinn Nuno sem margir þekkja frá Sushi Samba en hann sést á myndinni með 85 sm lax sem tók á Eyrinni.
Stangveiði Mest lesið Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði