Innsýn í hættulega hjólreiðakeppni Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 10:49 Í dag hefst WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hér á landi en allar hjólreiðakeppnir bera með sér hættu þar sem hjólreiðamenn er gjarnan lítið klæddir og á miklum hraða. Hér sést hversu hættulegar þær raunverulega geta orðið, en þessar myndir eru teknar í Tour de Suisse á lokakafla keppninnar. Þar sést hversu óvægir keppendur geta orðið, en þeir víla ekki fyrir sér að stugga við öðrum keppendum sem fyrir þeim verða og fara ekki nógu hratt. Hreint ótrúlegt er að sjá hversu hraðinn er mikill og hve mikil barátta er á milli keppenda um fremstu sætin. Ólíklegt er þó að baráttan verði eins óvægin í WOW Cyclothon keppninni, en þar skila keppendur sér á 40-72 klukkustundum eftir að hafa hjólað þjóðveg 1 hringinn í kringum Ísland. Wow Cyclothon Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent
Í dag hefst WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hér á landi en allar hjólreiðakeppnir bera með sér hættu þar sem hjólreiðamenn er gjarnan lítið klæddir og á miklum hraða. Hér sést hversu hættulegar þær raunverulega geta orðið, en þessar myndir eru teknar í Tour de Suisse á lokakafla keppninnar. Þar sést hversu óvægir keppendur geta orðið, en þeir víla ekki fyrir sér að stugga við öðrum keppendum sem fyrir þeim verða og fara ekki nógu hratt. Hreint ótrúlegt er að sjá hversu hraðinn er mikill og hve mikil barátta er á milli keppenda um fremstu sætin. Ólíklegt er þó að baráttan verði eins óvægin í WOW Cyclothon keppninni, en þar skila keppendur sér á 40-72 klukkustundum eftir að hafa hjólað þjóðveg 1 hringinn í kringum Ísland.
Wow Cyclothon Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent