Tiger Woods snýr aftur um helgina 24. júní 2014 16:00 Áhugavert verður að sjá hvernig Woods leikur um helgina. AP/Getty Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru um helgina en hann verður með á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á hinum sögufræga Congressional velli. Ástæðan fyrir fjarveru Woods var skurðaðgerð á baki sem hann fór í um miðjan mars en hann hefur misst af síðustu tveimur risamótum vegna hennar. „Ég er enn smá ryðgaður en það er bara ný áskorun að komast í gott keppnisform,“ sagði Woods í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég er nýbyrjaður að geta slegið af fullum krafti aftur en mér finnst eins og nú sé rétti tíminn til þess að koma til baka, ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.“ Meðal komandi verkefna hjá Woods er Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool vellinum í júlí en hann sigraði það síðast þegar að leikið var á þeim velli árið 2006. Margir kylfingar á PGA-mótaröðinni hafa fagnað endurkomu Woods, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley. „Þegar að Tiger er með þá er spennustigið yfirleitt meira, hann er svo vinsæll og hefur gert svo mikið fyrir golfið. Við þörfnumst hans en fyrst og fremst þarfnast golfíþróttin hans.“ Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn eftir rúmlega þriggja mánaða fjarveru um helgina en hann verður með á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á hinum sögufræga Congressional velli. Ástæðan fyrir fjarveru Woods var skurðaðgerð á baki sem hann fór í um miðjan mars en hann hefur misst af síðustu tveimur risamótum vegna hennar. „Ég er enn smá ryðgaður en það er bara ný áskorun að komast í gott keppnisform,“ sagði Woods í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. „Ég er nýbyrjaður að geta slegið af fullum krafti aftur en mér finnst eins og nú sé rétti tíminn til þess að koma til baka, ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.“ Meðal komandi verkefna hjá Woods er Opna breska meistaramótið sem fram fer á Royal Liverpool vellinum í júlí en hann sigraði það síðast þegar að leikið var á þeim velli árið 2006. Margir kylfingar á PGA-mótaröðinni hafa fagnað endurkomu Woods, meðal annars fyrrum PGA-meistarinn Keegan Bradley. „Þegar að Tiger er með þá er spennustigið yfirleitt meira, hann er svo vinsæll og hefur gert svo mikið fyrir golfið. Við þörfnumst hans en fyrst og fremst þarfnast golfíþróttin hans.“ Sýnt verður beint frá öllum hringjum á Quicken Loans National mótinu á Golfstöðinni um helgina.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira