Kom smá þvag þegar þú hlóst? 25. júní 2014 09:45 Að hoppa og skoppa á trampólíni er frábær æfing Mynd/Getty „Æ góða, saumaru ekki eitt aukaspor?“ sagði nýbökuð móðir spaugilega við ljósmóðurina rétt eftir fæðingu fjórða barns síns. Það er algengur misskilningur að píkan verði víð við notkun. Hins vegar er vöðvi sem kallast grindarbotnsvöðvinn sem getur slaknað á meðgöngu og eftir fæðingu og þennan vöðva þarf að þjálfa. Það er mikilvægt fyrir píkuheilsu, getur aukið unað í kynlíf og leitt til öflugari fullnæging. Þetta er einnig besta ráðið til varnar þvagleka. Ef þú ert með píku og átt erfitt með að hlæja mikið, hósta, sippa eða hoppa án þess að nokkrir þvagdropar leki í nærbuxurnar þá getur það verið merki um að þú þurfir að styrkja grindarbotninn. Það eru ýmsar æfingar til um hvernig megi styrkja vöðvann en þú getur staðsett hann með því að halda aftur að þér þvagi næst þegar þú pissar. Þetta er samt ekki góður tími til að gera æfinguna heldur aðeins að finna hvar vöðvinn er og hvernig það er er að spenna hann. Þú getur einnig prófað að setja nokkra fingur inn í leggöng og kreist utan um þá, eða ef þú ert í samförum við typpi að prófa þá að kreista utan um typpið og athugað hvort bólfélaginn finni fyrir því. Æfingin er síður en svo flókin, þú kreistir, heldur í um 10 sek, sleppir og hvílir í um 3 sek og kreistir svo aftur. Þetta getur þú endurtekið um tíu sinnum, þrisvar yfir daginn. Gott að gera yfir morgunverðinum, aftur í vinnunni þegar þér leiðist og svo jafnvel þegar þú borðar kvöldverðinn eða uppi í rúmi fyrir svefn. Í öðrum hvorum garði leynist svo eitt besta þjálfunartækið fyrir grindarbotninn; trampólín. Hoppaðu eins og enginn sé morgundagurinn! Þá eru til sérstök lóð eða kúlur fyrir píkuna. Þau eru þannig að lóðið er sett inn í leggöng og markmiðið er að halda þeim inni með reglulegu spenna og sleppa hreyfingum. Lóðin geta verið misþung, allt eftir þoli og styrkleika. Sterkasta píka heims getur lyft 14 kílóum með píkunni einni saman!Gott er að byrja á þvottapoka og vinna sig upp í minni handklæðiMynd/GettyPassaðu samt að fá ekki vöðvabólgu af ofþjálfun. Þú þarft líka að hvíla píkuna eins og alla aðra vöðva. Ekki má gleyma typpum því grindarbotnsvöðva æfingar eru ekki síður mikilvægar fyrir þá. Æfinguna fyrir typpið er best að gera þegar viðkomandi er ber að neðan, eins og t.d. rétt eftir/í sturtu. Typpinu er vippað upp og niður og endurtekið í nokkur skipti. Þegar menn hafa náð góðum tökum á þessu þá er hægt að fá sér „lóð“ sem getur verið þvottapoki, fyrst þurr og svo blautur og jafnvel lítið handklæði. Sterkur grindarbotn getur aðstoð við að viðhalda stinnleika typpis en það getur orðið vandamál hjá mörgum eftir því sem þeir eldast. Heilsa Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Æ góða, saumaru ekki eitt aukaspor?“ sagði nýbökuð móðir spaugilega við ljósmóðurina rétt eftir fæðingu fjórða barns síns. Það er algengur misskilningur að píkan verði víð við notkun. Hins vegar er vöðvi sem kallast grindarbotnsvöðvinn sem getur slaknað á meðgöngu og eftir fæðingu og þennan vöðva þarf að þjálfa. Það er mikilvægt fyrir píkuheilsu, getur aukið unað í kynlíf og leitt til öflugari fullnæging. Þetta er einnig besta ráðið til varnar þvagleka. Ef þú ert með píku og átt erfitt með að hlæja mikið, hósta, sippa eða hoppa án þess að nokkrir þvagdropar leki í nærbuxurnar þá getur það verið merki um að þú þurfir að styrkja grindarbotninn. Það eru ýmsar æfingar til um hvernig megi styrkja vöðvann en þú getur staðsett hann með því að halda aftur að þér þvagi næst þegar þú pissar. Þetta er samt ekki góður tími til að gera æfinguna heldur aðeins að finna hvar vöðvinn er og hvernig það er er að spenna hann. Þú getur einnig prófað að setja nokkra fingur inn í leggöng og kreist utan um þá, eða ef þú ert í samförum við typpi að prófa þá að kreista utan um typpið og athugað hvort bólfélaginn finni fyrir því. Æfingin er síður en svo flókin, þú kreistir, heldur í um 10 sek, sleppir og hvílir í um 3 sek og kreistir svo aftur. Þetta getur þú endurtekið um tíu sinnum, þrisvar yfir daginn. Gott að gera yfir morgunverðinum, aftur í vinnunni þegar þér leiðist og svo jafnvel þegar þú borðar kvöldverðinn eða uppi í rúmi fyrir svefn. Í öðrum hvorum garði leynist svo eitt besta þjálfunartækið fyrir grindarbotninn; trampólín. Hoppaðu eins og enginn sé morgundagurinn! Þá eru til sérstök lóð eða kúlur fyrir píkuna. Þau eru þannig að lóðið er sett inn í leggöng og markmiðið er að halda þeim inni með reglulegu spenna og sleppa hreyfingum. Lóðin geta verið misþung, allt eftir þoli og styrkleika. Sterkasta píka heims getur lyft 14 kílóum með píkunni einni saman!Gott er að byrja á þvottapoka og vinna sig upp í minni handklæðiMynd/GettyPassaðu samt að fá ekki vöðvabólgu af ofþjálfun. Þú þarft líka að hvíla píkuna eins og alla aðra vöðva. Ekki má gleyma typpum því grindarbotnsvöðva æfingar eru ekki síður mikilvægar fyrir þá. Æfinguna fyrir typpið er best að gera þegar viðkomandi er ber að neðan, eins og t.d. rétt eftir/í sturtu. Typpinu er vippað upp og niður og endurtekið í nokkur skipti. Þegar menn hafa náð góðum tökum á þessu þá er hægt að fá sér „lóð“ sem getur verið þvottapoki, fyrst þurr og svo blautur og jafnvel lítið handklæði. Sterkur grindarbotn getur aðstoð við að viðhalda stinnleika typpis en það getur orðið vandamál hjá mörgum eftir því sem þeir eldast.
Heilsa Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira