Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2014 12:28 Reynir biður Þórey afsökunar og tilkynnir að sá sem lak minnisblaðinu sé Gísli Freyr, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu. „Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV. Lekamálið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
„Við gerðum klárlega mistök. Þórey er með stöðu grunaðs manns. Mistök okkar eru þau að rugla henni saman við starfsmann B – starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Við biðjum Þórey afdráttarlaust afsökunar á að hafa bendlað hana við þennan gjörning Gísla,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV og áréttar að Þórey sé ekki starfsmaður B. Vísir hefur greint frá þessum málum í morgun og hafa nokkrar vendingar orðið. Í DV í morgun kemur fram að sú sem lak umdeildu minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos seint á síðasta ári, hafi verið Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra. Nákvæmara er reyndar að segja að í fréttinni sé því haldið fram að hún sé starfsmaður B. sem nefndur er í nýlegum Hæstaréttardómi, sem sá sem lögregla hafi rökstuddan grun um að hafi verið sá eða sú sem lak minnisblaðinu. Í kjölfarið sendi Þórey frá sér yfirlýsingu þar sem hún tilkynnir að hún ætli að fara í mál við DV vegna rangfærslna sem hún segir ítrekaðar í blaðinu, um þetta mál. Uppfært 13:00Ekki hefur enn tekist að ná tali af Gísla Frey, þrátt fyrir tilraunir.Reynir biður Þórey afsökunar á mistökum DV; hún er ekki starfsmaður B, heldur sé sá Gísli Freyr.Yfirlýsing DVBáðir aðstoðarmennirnir grunaðirAfsökunarbeiðni til Þóreyjar VilhjálmsdótturÞórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er með stöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna leka úr innanríkisráðuneytinu, líkt og kom fram í DV í dag.Þórey er hins vegar ekki sá grunaði sem gengur undir nafninu „Starfsmaður B“ í skýrslu saksóknara. Starfsmaður B er Gísli Freyr Valdórsson, annar aðstoðarmaður ráðherrans.DV biður Þóreyju afsökunar á því að hafa tengt hana við meint atferli „Starfsmanns B“ í úttekt á lekamálinu í helgarblaði DV. Mistökin eru á ábyrgð DV og koma til vegna rangra tenginga milli heimilda sem ritstjórn hafði aflað sér og á grundvelli þess að einungis er vísað til eins starfsmanns með réttarstöðu grunaðs manns í dómsskjölum. Um er að ræða mistök sem ritstjórn DV harmar, enda stendur aldrei til að tengja aðila máls ómaklega við það sem aðrir málsaðilar eru grunaðir um.DV leggur þunga áherslu á rannsóknarblaðamennsku og mun í kjölfarið yfirfara heimildarvinnslu sem tengjast þessu tiltekna atriði málsins. Þetta breytir hins vegar ekki öðrum staðreyndum málsins.Reynt hafði verið að ná í Þóreyju, sem er starfandi upplýsingafulltrúi í ráðuneytinu, síðastliðna þrjá daga. Skilin hafa verið eftir áríðandi skilaboð til hennar þar sem henni var gerð grein fyrir efni fréttarinnar og óskað eftir viðbrögðum. Vísað hefur verið til hennar sem upplýsingafulltrúa þegar haft er samband við ráðuneytið og því hafa engin viðbrögð fengist frá ráðuneytinu. Þórey hefur enn ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum DV. Undir ritar Ingibjörg Dögg, aðstoðarritstjóri DV.
Lekamálið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira