Búðu til þinn eigin svitalyktareyði Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 30. júní 2014 15:30 Mynd/Getty Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar. Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið
Margir hafa áhyggjur af óæskilegum eiturefnum í snyrtivörum. Svitalyktareyðar eru þekktir ofnæmisvaldar og innihalda oftar en ekki eiturefni sem talin eru geta valdið sjúkdómum. Hér kemur auðveld og fljótleg uppskrift af svitalyktareyði sem hægt er að búa til heima hjá sér og er án áls og parabena. Það sem þarf í svitalyktareyðinn:1/4 bolli lífræn kókosolía1/4 bolli matarsódi1/8 bolli maizenamjöl1/8 bolli örvarrótarduft (fæst í flestum heilsubúðum)Ilmkjarnaolía eftir smekk. Hellið kókosolíunni, maizenamjölinu, matarsódanum og örvarrótarduftinu í skál. Blandið vel saman og bætið svo við þremur dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni ykkar. Þá er maukið sett í tómar umbúðir utan af svitalyktareyði eða annað ílát eftir hentisemi og sett inn í ísskáp í 15 mínútur. Þá er heimatilbúni svitalyktareyðirinn tilbúinn til notkunar.
Heilsa Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið