„Sviðið varð bara að sundlaug“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. júlí 2014 17:14 Það er mikið stuð í Sviss. mynd/aðsend „Við erum búin að umbreyta klaustrinu í risastórt helvítis-tívolí í stíl David Lynch,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri en hann frumsýnir Shakespeare verkið Ys og Þys út úr engu í ævafornu klaustri í Sviss í kvöld.„Þetta er semsagt hluti af leikhúshátíð sem haldin er á þriggja ára fresti, þá er valinn leikstjóri og honum gefið ákveðið budget til þess að setja upp flotta sýningu.“Sýningin flakkar á milli þess að vera tragedía og kómedía.mynd/aðsendSnýr öllu á hvolf Þorleifur er ekki óvanur leikhússtarfi í Sviss en hann hefur sett upp helling af sýningum með nokkrum af fremstu stjörnum þýska leikhúsheimsins og þar af þrjár í leikhúsi sem er í eigu listræna stjórnanda hátíðarinnar. „Sumarleikhús hefur þetta orð á sér að vera létt og skemmtilegt, mikið sungið og fólk fær að vera með en ég ákvað að nota öll þessi element og snúa þeim á hvolf,“ segir leikstjórinn um sýninguna. „Stundum er þetta bara eins og rokktónleikar, síðan ertu allt í einu lentur í kómedíu og síðan alltíeinu tragedíu.“Sýningin er sett upp í gömlu klaustri.mynd/aðsendBjuggu til plan B Leikhópurinn hefur verið að æfa í 30 stiga hita í Sviss en síðan hálftíma fyrir svonefnda general prufuna í gær þá hófst hellidemba. „Sviðið varð bara að sundlaug,“ segir Þorleifur og hlær. „Fólk hljóp um hálfnakið að reyna að bjarga leikmyndinni en við tókum á það ráð að við fengum Dómkirkjuna í nágrenninu lánað ef það skildi rigna aftur og þá færum við bara áhorfendurna þangað.“Þorleifur hefur unnið með mörgum af fremstu leikurum í þýsku leikhúsi.mynd/aðsend Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum búin að umbreyta klaustrinu í risastórt helvítis-tívolí í stíl David Lynch,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri en hann frumsýnir Shakespeare verkið Ys og Þys út úr engu í ævafornu klaustri í Sviss í kvöld.„Þetta er semsagt hluti af leikhúshátíð sem haldin er á þriggja ára fresti, þá er valinn leikstjóri og honum gefið ákveðið budget til þess að setja upp flotta sýningu.“Sýningin flakkar á milli þess að vera tragedía og kómedía.mynd/aðsendSnýr öllu á hvolf Þorleifur er ekki óvanur leikhússtarfi í Sviss en hann hefur sett upp helling af sýningum með nokkrum af fremstu stjörnum þýska leikhúsheimsins og þar af þrjár í leikhúsi sem er í eigu listræna stjórnanda hátíðarinnar. „Sumarleikhús hefur þetta orð á sér að vera létt og skemmtilegt, mikið sungið og fólk fær að vera með en ég ákvað að nota öll þessi element og snúa þeim á hvolf,“ segir leikstjórinn um sýninguna. „Stundum er þetta bara eins og rokktónleikar, síðan ertu allt í einu lentur í kómedíu og síðan alltíeinu tragedíu.“Sýningin er sett upp í gömlu klaustri.mynd/aðsendBjuggu til plan B Leikhópurinn hefur verið að æfa í 30 stiga hita í Sviss en síðan hálftíma fyrir svonefnda general prufuna í gær þá hófst hellidemba. „Sviðið varð bara að sundlaug,“ segir Þorleifur og hlær. „Fólk hljóp um hálfnakið að reyna að bjarga leikmyndinni en við tókum á það ráð að við fengum Dómkirkjuna í nágrenninu lánað ef það skildi rigna aftur og þá færum við bara áhorfendurna þangað.“Þorleifur hefur unnið með mörgum af fremstu leikurum í þýsku leikhúsi.mynd/aðsend
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira