Innlent

Leiðindi í veðurkortum

Gissur Sigurðsson skrifar
Veðurkort frá Veðurstofunni -- víða er votviðrasamt og vindur.
Veðurkort frá Veðurstofunni -- víða er votviðrasamt og vindur.
Búist er við norðvestan tíu til tuttugu metrum á skeúndu og talsverðri rigningu á norð-vestanverðu landinu í dag, einkum á fjallvegum, þar sem mun hvassara getur orðið í hviðum.

Veðurstofan reiknar með að veðurhæðin nái hámarki á þessum slóðum um miðjan dag. Þá hvetur Veðurstofan  ferðafólk til að gæta fyllstu varúðar á hálendisleiðum. Vegurinn inn í þórsmörk  er nú ófær nema stórum bílum og breyttum jeppum, vegna vatnavaxta, og vegir að Fjallabaki eru einnig viðsjárverðir af sömu ástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×