Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 16:01 Af landsmóti Hestamanna á Hellu. „Samkvæmt opinberum gögnum er stór hluti íslenskra hesta, sem kemur fram í keppni og sýningum á Íslandi, meiddur í lok leiks annað hvort í munni eða fótum nema hvort tveggja sé. Þetta er staðreynd, lesandi góður.“ Svona hefur Magnús Lárusson hestafræðingur pistil sinn um meiðsli hesta á Landsmóti hestamanna á liðnum árum en tilefni pistilsins er mótið sem nú stendur yfir á Hellu þessa dagana. Pistillinn ber yfirskriftina: Um meidd, afneitun, réttlætingu og hagsmunagæslu og fjallar um það sem Magnús kallar „meidda birtingarmynd íslenskra hestamennsku“ en pistillinn hefur fengið töluverða athygli frá því að hann birtist í gær. Mikið hefur verið rætt meðal hestamanna um svokallaða tunguboga í beislum þegar stangamel eru notuð og hvort þeir valdi meiðslum í munnum hrossa eða ekki. „Undangengin Landsmót hafa verið mikil hátíð meidda með samþykki að því virðist allra ábyrgðar aðila,“ segir Magnús í þessu samhengi. Hann segir máli sínu til stuðnings að til að mynda hafi þurft að bíða með verðlaunaafhendingu í sumum greinum um nokkra stund þar til tókst að stöðva blæðingar í munni hrossa. Einnig hafi stór hluti úrslitahrossa í tölti á síðasta landsmóti verið ótæk til keppni og sýninga vegna munnmeidda fyrir úrslitin. „En kepptu samt því „the show must go on“ og er annað dæmi um réttlætingu okkar hestamanna,“ eins og Magnús kemst að orði.Magnús Lárusson, hestafræðingurKjálkabein hesta er umlukið beinhimnu sem er afar tilfinningarík og þar ofan á er aðeins þunn slímhúð. Þetta svæði er því mjög viðkvæmt fyrir þrýstingi og leiðir viðvarandi þrýstingur fljótt til bólgu og særinda. Hætta er á að beinhnútar myndist á kjálkabeininu og þar með varanlegur skaði og í versta falli geta særindi á þessu svæði opnað leið fyrir beinsýkingu. Út frá sjónarmiði dýravelferðar er því afar brýnt að fyrirbyggja áverka af þessu tagi. Notkun á mélum með tunguboga og þá sérstaklega stangamélum sem þannig eru gerð, setur mikinn þrýsting á þetta svæði því tungan sem alla jafna dempar þrýstinginn nær þá ekki að virka sem slík og þrýstingurinn fer beint niður á beinið.Bogarnir stríða gegn dýravelferð Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í apríl á þessu ári kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót. Stangamél með tunguboga reyndust auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt miðað við önnur mél. Notkun þessara méla í keppni fellur þar með undir 17. grein laganna sem kveður á um „markvissa meðferð sem veldur hrossum skaða” sem er óheimil skv. 17. grein laganna er fram kemur í tilkynningu Landsambands hestamannafélaga um málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, sem starfar á Landsmóti Hestamanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæma hafi þurft einhver hross úr leik vegna þessa að þau gengu ekki heil til skógar. Hún staðfesti einnig að stangamel með tunguboga séu í notkun meðal kynbótahesta á mótinu og að ummerkin sjáist á sumum hrossanna.Þarf hugarfarsbreytingu meðal hestamanna Magnús Lárusson segir í samtali við Vísi að nauðsynin fyrir notkun þessara méla sé útskýrð á þann hátt að einkunnir fyrir hæfileika lækki annars. „Réttlæting er af sama meiði og afneitun – vondur er raunveruleikinn bæði til áhorfs og afspurnar.“ Hann segir verðlaunasæti í keppni eða „annar bravör fyrir frammistöðu“ vera helsta hvata fólks til að standa sig á hestbaki auk fjárhagslegs ávinnings ræktenda, þjálfara og eiganda hesta. „Dómarar, dómskalar og almennt viðhorf mótar það sem talið er þess virði að verðlauna,“ bætir hann við og ef það virkar „þá hlýtur það að vera rétt og eftirsóknarvert sama hvernig það er fengið og framkallað.“ Magnús segir að þó að bann við slíkum tungubogum væri auðvitað mikil bragarbót þá væri það skammgóður vermir; það þurfi skýrari stefnu og markvissari eftirfylgni í þessum málum til að hægt sé að ná varanlegum lausnum. Hugarfar hestamanna þurfi einnig að taka stakkaskiptum. „Við hestamenn verðum að spyrja okkur: „Er það ásættanlegt að hestur sé meiddur í leik sem hann er ekkert spurður um hvort hann vilji taka þátt í?“ Það er þetta viðhorf, að það sé lagi að hesturinn sé meiddur og sár, sem mér þykir ekki í lagi,“ segir Magnús og spyr hvenær hlutfallið verður nógu hátt til þess að gripið verði í taumana. „Eru það 90 prósent? Eða þurfa 95 prósenta hesta að vera meiddir áður en við segjum hingað og ekki lengra?“ Hestar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Samkvæmt opinberum gögnum er stór hluti íslenskra hesta, sem kemur fram í keppni og sýningum á Íslandi, meiddur í lok leiks annað hvort í munni eða fótum nema hvort tveggja sé. Þetta er staðreynd, lesandi góður.“ Svona hefur Magnús Lárusson hestafræðingur pistil sinn um meiðsli hesta á Landsmóti hestamanna á liðnum árum en tilefni pistilsins er mótið sem nú stendur yfir á Hellu þessa dagana. Pistillinn ber yfirskriftina: Um meidd, afneitun, réttlætingu og hagsmunagæslu og fjallar um það sem Magnús kallar „meidda birtingarmynd íslenskra hestamennsku“ en pistillinn hefur fengið töluverða athygli frá því að hann birtist í gær. Mikið hefur verið rætt meðal hestamanna um svokallaða tunguboga í beislum þegar stangamel eru notuð og hvort þeir valdi meiðslum í munnum hrossa eða ekki. „Undangengin Landsmót hafa verið mikil hátíð meidda með samþykki að því virðist allra ábyrgðar aðila,“ segir Magnús í þessu samhengi. Hann segir máli sínu til stuðnings að til að mynda hafi þurft að bíða með verðlaunaafhendingu í sumum greinum um nokkra stund þar til tókst að stöðva blæðingar í munni hrossa. Einnig hafi stór hluti úrslitahrossa í tölti á síðasta landsmóti verið ótæk til keppni og sýninga vegna munnmeidda fyrir úrslitin. „En kepptu samt því „the show must go on“ og er annað dæmi um réttlætingu okkar hestamanna,“ eins og Magnús kemst að orði.Magnús Lárusson, hestafræðingurKjálkabein hesta er umlukið beinhimnu sem er afar tilfinningarík og þar ofan á er aðeins þunn slímhúð. Þetta svæði er því mjög viðkvæmt fyrir þrýstingi og leiðir viðvarandi þrýstingur fljótt til bólgu og særinda. Hætta er á að beinhnútar myndist á kjálkabeininu og þar með varanlegur skaði og í versta falli geta særindi á þessu svæði opnað leið fyrir beinsýkingu. Út frá sjónarmiði dýravelferðar er því afar brýnt að fyrirbyggja áverka af þessu tagi. Notkun á mélum með tunguboga og þá sérstaklega stangamélum sem þannig eru gerð, setur mikinn þrýsting á þetta svæði því tungan sem alla jafna dempar þrýstinginn nær þá ekki að virka sem slík og þrýstingurinn fer beint niður á beinið.Bogarnir stríða gegn dýravelferð Á opnum fundi um velferð íslenska hestsins í apríl á þessu ári kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis að notkun stangaméla með tunguboga í keppni væri andstæð nýjum lögum um dýravelferð, en þau tóku gildi um síðustu áramót. Stangamél með tunguboga reyndust auka hættuna á áverkum á kjálkabeini 75-falt miðað við önnur mél. Notkun þessara méla í keppni fellur þar með undir 17. grein laganna sem kveður á um „markvissa meðferð sem veldur hrossum skaða” sem er óheimil skv. 17. grein laganna er fram kemur í tilkynningu Landsambands hestamannafélaga um málið. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, sem starfar á Landsmóti Hestamanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dæma hafi þurft einhver hross úr leik vegna þessa að þau gengu ekki heil til skógar. Hún staðfesti einnig að stangamel með tunguboga séu í notkun meðal kynbótahesta á mótinu og að ummerkin sjáist á sumum hrossanna.Þarf hugarfarsbreytingu meðal hestamanna Magnús Lárusson segir í samtali við Vísi að nauðsynin fyrir notkun þessara méla sé útskýrð á þann hátt að einkunnir fyrir hæfileika lækki annars. „Réttlæting er af sama meiði og afneitun – vondur er raunveruleikinn bæði til áhorfs og afspurnar.“ Hann segir verðlaunasæti í keppni eða „annar bravör fyrir frammistöðu“ vera helsta hvata fólks til að standa sig á hestbaki auk fjárhagslegs ávinnings ræktenda, þjálfara og eiganda hesta. „Dómarar, dómskalar og almennt viðhorf mótar það sem talið er þess virði að verðlauna,“ bætir hann við og ef það virkar „þá hlýtur það að vera rétt og eftirsóknarvert sama hvernig það er fengið og framkallað.“ Magnús segir að þó að bann við slíkum tungubogum væri auðvitað mikil bragarbót þá væri það skammgóður vermir; það þurfi skýrari stefnu og markvissari eftirfylgni í þessum málum til að hægt sé að ná varanlegum lausnum. Hugarfar hestamanna þurfi einnig að taka stakkaskiptum. „Við hestamenn verðum að spyrja okkur: „Er það ásættanlegt að hestur sé meiddur í leik sem hann er ekkert spurður um hvort hann vilji taka þátt í?“ Það er þetta viðhorf, að það sé lagi að hesturinn sé meiddur og sár, sem mér þykir ekki í lagi,“ segir Magnús og spyr hvenær hlutfallið verður nógu hátt til þess að gripið verði í taumana. „Eru það 90 prósent? Eða þurfa 95 prósenta hesta að vera meiddir áður en við segjum hingað og ekki lengra?“
Hestar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira