Búbót bíður McIlroy eldri haldi sá yngri út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. júlí 2014 11:00 Einbeittur vísir/getty Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu. Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy er með sex högga forystu þegar aðeins 18 holur eru eftir af opna breska meistaramótinu í golfi sem leikið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Fáir bíða eins spenntir eftir því að sjá hvort kylfingurinn 25 ára gamli haldi út og standist pressuna og faðir hans, Gerry McIlroy. McIlroy eldri datt nefnilega í hug, þegar hann sá hversu mikið efni sonur hans var, að veðja 100 pundum á að Rory myndi vinna opna breska 25 ára gamall eða yngri. Þetta gerði hann fyrir tíu árum síðan eða þegar Rory var 15 ára gamall. Veðbankinn sem taldi sig vera að fá gefins 100 pund bauð Gerry líkurnar 1 á móti 500 sem myndi gefa Gerry 50.000 pund eða tæpar 10 milljónir króna í reiðufé vinni strákurinn á morgun. Rory hóf leik í gær með fjögurra högga forystu. Sú forysta var horfin þegar fimm holur voru eftir af hringnum en með ótrúlegum endasprett, þar sem hann náði meðal annars í tvo erni á þremur síðustu holunum, jók hann forystuna í sex högg og sigurinn virðist blasa við honum. Rory lék fyrstu tvo hringina á 66 höggum hvorn og á 68 höggum í gær. Hversu vel hann gerir í dag er hægt að sjá á Golfstöðinni í beinni útsendingu.
Golf Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira