Leikarinn Gerard Butler er nýtt andlit Boss Bottled, ilmsins frá tískurisanum Hugo Boss.
„Boss Bottled heldur í þá trú að maður sem fer sjálfsöruggur í gegnum lífið njóti velgengni,“ segir yfirmaður fyrirtækisins í samtali við WWD.
„Gerard Butler er sá maður. Leið hans til velgengni er ferðalag sem er sífellt í þróun en leið sem hann nálgast með sjálfstrausti og drifkrafti,“ bætir hann við.
